Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 14:23 Hermenn á fferð um götur Lashkar Gah í Helmand-héraði. AP/Abdul Khaliq Talibanar eru nálægt því að ná fullum tökum á Lashkar Gah, héraðshöfuðborg Helmand-héraðs. Þeir hafa einnig sótt fram gegn stjórnarher landsins í borgunum Kandahar og Herat. Vígamenn hafa náð tökum á níu af tíu hverfum Lashkar Gah, þrátt fyrir loftárásir flughers Afganistans og Bandaríkjanna. Íbúum borgarinnar hefur verið ráðlagt að flýja heimili sín í aðdraganda frekari loftárása. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við íbúa sem segjast innilokaðir á heimilum sínum vegna átaka í Lashkar Gah. Þeir segja vígamenn spígspora um götur borgarinnar. Sérsveitir hafa verið sendar til aðstoðar stjórnarhersins og segist herinn ráða mikilvægum byggingum í eigu lögreglunnar og hersins. Talibanar hafa náð tökum á sjónvarps og útvarpsstöð borgarinnar. Gífurlegur munur er á getu mismunandi sveita stjórnarhers og annarra öryggissveita Afganistans. Almennir hermenn, lögregluþjónar og meðlimir annarra sveita segjast hvorki hafa fengið þjálfun eða búnað til að heyja stríð við Talibana. Sérsveitunum, sem kallast KKA, hefur hins vegar gengið mjög vel gegn Talibönum en meðlimir þeirra eru tiltölulega fáir og geta ekki verið alls staðar í landinu. Sjá einnig: Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp AP fréttaveitan hefur eftir Sami Sadat, yfirmanni hersins í Helmand, að íbúar Lashkar Gah ættu að flýja borgina. Herinn muni ekki skilja neina Talibana eftir á lífi. „Ég veit þetta er erfitt. Við gerum þetta fyrir framtíð ykkar. Fyrirgefið okkur ef þið þurfið að flýja í nokkra daga, vinsamlegast flýjið eins fljótt og auðið er.“ Falli borginni í hendur Talibana yrði um mikinn vendipunkt að ræða í átökunum í Afganistan, þar sem Talibönum hefur vaxið hratt ásmegin á undanförnum mánuðum. Hingað til hafa Talibanar lagt undir dreifðari byggðir í landinu og komið þar fyrir stjórnvöldum. Lashkar Gah yrði fyrsta héraðshöfuðborgin af 34 sem félli í hendur Talibana um langt skeið. #UPDATE At least 40 civilians have been killed and more than 100 wounded in the last 24 hours of fighting between Afghan government forces and the Taliban in the besieged southern city of Lashkar Gah, the United Nations said Tuesday pic.twitter.com/5Z5NjPZkvY— AFP News Agency (@AFP) August 3, 2021 Óljóst er hvort Talibanar myndu reyna að halda borginni en það gæti reynst þeim erfitt vegna þess að til að halda svo stórri byggð þarf líklegast að koma fyrir varðstöðvum og öðrum varnarvirkjum. Varnarvirkjum sem yrðu skotmörk loftárása en Bandaríkin hafa fjölgað loftárásum í Afganistan á undanförnum dögum. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, kenndi brottför Bandaríkjahers frá Afganistan um aukið ofbeldi í landinu. Hann sagði Talibana ekki vilja frið. Talibanar gáfu nýverið út að þeir myndu ekki semja um frið fyrr en Ghani væri farinn frá völdum. Afganistan Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Vígamenn hafa náð tökum á níu af tíu hverfum Lashkar Gah, þrátt fyrir loftárásir flughers Afganistans og Bandaríkjanna. Íbúum borgarinnar hefur verið ráðlagt að flýja heimili sín í aðdraganda frekari loftárása. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við íbúa sem segjast innilokaðir á heimilum sínum vegna átaka í Lashkar Gah. Þeir segja vígamenn spígspora um götur borgarinnar. Sérsveitir hafa verið sendar til aðstoðar stjórnarhersins og segist herinn ráða mikilvægum byggingum í eigu lögreglunnar og hersins. Talibanar hafa náð tökum á sjónvarps og útvarpsstöð borgarinnar. Gífurlegur munur er á getu mismunandi sveita stjórnarhers og annarra öryggissveita Afganistans. Almennir hermenn, lögregluþjónar og meðlimir annarra sveita segjast hvorki hafa fengið þjálfun eða búnað til að heyja stríð við Talibana. Sérsveitunum, sem kallast KKA, hefur hins vegar gengið mjög vel gegn Talibönum en meðlimir þeirra eru tiltölulega fáir og geta ekki verið alls staðar í landinu. Sjá einnig: Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp AP fréttaveitan hefur eftir Sami Sadat, yfirmanni hersins í Helmand, að íbúar Lashkar Gah ættu að flýja borgina. Herinn muni ekki skilja neina Talibana eftir á lífi. „Ég veit þetta er erfitt. Við gerum þetta fyrir framtíð ykkar. Fyrirgefið okkur ef þið þurfið að flýja í nokkra daga, vinsamlegast flýjið eins fljótt og auðið er.“ Falli borginni í hendur Talibana yrði um mikinn vendipunkt að ræða í átökunum í Afganistan, þar sem Talibönum hefur vaxið hratt ásmegin á undanförnum mánuðum. Hingað til hafa Talibanar lagt undir dreifðari byggðir í landinu og komið þar fyrir stjórnvöldum. Lashkar Gah yrði fyrsta héraðshöfuðborgin af 34 sem félli í hendur Talibana um langt skeið. #UPDATE At least 40 civilians have been killed and more than 100 wounded in the last 24 hours of fighting between Afghan government forces and the Taliban in the besieged southern city of Lashkar Gah, the United Nations said Tuesday pic.twitter.com/5Z5NjPZkvY— AFP News Agency (@AFP) August 3, 2021 Óljóst er hvort Talibanar myndu reyna að halda borginni en það gæti reynst þeim erfitt vegna þess að til að halda svo stórri byggð þarf líklegast að koma fyrir varðstöðvum og öðrum varnarvirkjum. Varnarvirkjum sem yrðu skotmörk loftárása en Bandaríkin hafa fjölgað loftárásum í Afganistan á undanförnum dögum. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, kenndi brottför Bandaríkjahers frá Afganistan um aukið ofbeldi í landinu. Hann sagði Talibana ekki vilja frið. Talibanar gáfu nýverið út að þeir myndu ekki semja um frið fyrr en Ghani væri farinn frá völdum.
Afganistan Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Sjá meira
Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55
Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29
Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01