Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 14:23 Hermenn á fferð um götur Lashkar Gah í Helmand-héraði. AP/Abdul Khaliq Talibanar eru nálægt því að ná fullum tökum á Lashkar Gah, héraðshöfuðborg Helmand-héraðs. Þeir hafa einnig sótt fram gegn stjórnarher landsins í borgunum Kandahar og Herat. Vígamenn hafa náð tökum á níu af tíu hverfum Lashkar Gah, þrátt fyrir loftárásir flughers Afganistans og Bandaríkjanna. Íbúum borgarinnar hefur verið ráðlagt að flýja heimili sín í aðdraganda frekari loftárása. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við íbúa sem segjast innilokaðir á heimilum sínum vegna átaka í Lashkar Gah. Þeir segja vígamenn spígspora um götur borgarinnar. Sérsveitir hafa verið sendar til aðstoðar stjórnarhersins og segist herinn ráða mikilvægum byggingum í eigu lögreglunnar og hersins. Talibanar hafa náð tökum á sjónvarps og útvarpsstöð borgarinnar. Gífurlegur munur er á getu mismunandi sveita stjórnarhers og annarra öryggissveita Afganistans. Almennir hermenn, lögregluþjónar og meðlimir annarra sveita segjast hvorki hafa fengið þjálfun eða búnað til að heyja stríð við Talibana. Sérsveitunum, sem kallast KKA, hefur hins vegar gengið mjög vel gegn Talibönum en meðlimir þeirra eru tiltölulega fáir og geta ekki verið alls staðar í landinu. Sjá einnig: Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp AP fréttaveitan hefur eftir Sami Sadat, yfirmanni hersins í Helmand, að íbúar Lashkar Gah ættu að flýja borgina. Herinn muni ekki skilja neina Talibana eftir á lífi. „Ég veit þetta er erfitt. Við gerum þetta fyrir framtíð ykkar. Fyrirgefið okkur ef þið þurfið að flýja í nokkra daga, vinsamlegast flýjið eins fljótt og auðið er.“ Falli borginni í hendur Talibana yrði um mikinn vendipunkt að ræða í átökunum í Afganistan, þar sem Talibönum hefur vaxið hratt ásmegin á undanförnum mánuðum. Hingað til hafa Talibanar lagt undir dreifðari byggðir í landinu og komið þar fyrir stjórnvöldum. Lashkar Gah yrði fyrsta héraðshöfuðborgin af 34 sem félli í hendur Talibana um langt skeið. #UPDATE At least 40 civilians have been killed and more than 100 wounded in the last 24 hours of fighting between Afghan government forces and the Taliban in the besieged southern city of Lashkar Gah, the United Nations said Tuesday pic.twitter.com/5Z5NjPZkvY— AFP News Agency (@AFP) August 3, 2021 Óljóst er hvort Talibanar myndu reyna að halda borginni en það gæti reynst þeim erfitt vegna þess að til að halda svo stórri byggð þarf líklegast að koma fyrir varðstöðvum og öðrum varnarvirkjum. Varnarvirkjum sem yrðu skotmörk loftárása en Bandaríkin hafa fjölgað loftárásum í Afganistan á undanförnum dögum. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, kenndi brottför Bandaríkjahers frá Afganistan um aukið ofbeldi í landinu. Hann sagði Talibana ekki vilja frið. Talibanar gáfu nýverið út að þeir myndu ekki semja um frið fyrr en Ghani væri farinn frá völdum. Afganistan Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Vígamenn hafa náð tökum á níu af tíu hverfum Lashkar Gah, þrátt fyrir loftárásir flughers Afganistans og Bandaríkjanna. Íbúum borgarinnar hefur verið ráðlagt að flýja heimili sín í aðdraganda frekari loftárása. Blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við íbúa sem segjast innilokaðir á heimilum sínum vegna átaka í Lashkar Gah. Þeir segja vígamenn spígspora um götur borgarinnar. Sérsveitir hafa verið sendar til aðstoðar stjórnarhersins og segist herinn ráða mikilvægum byggingum í eigu lögreglunnar og hersins. Talibanar hafa náð tökum á sjónvarps og útvarpsstöð borgarinnar. Gífurlegur munur er á getu mismunandi sveita stjórnarhers og annarra öryggissveita Afganistans. Almennir hermenn, lögregluþjónar og meðlimir annarra sveita segjast hvorki hafa fengið þjálfun eða búnað til að heyja stríð við Talibana. Sérsveitunum, sem kallast KKA, hefur hins vegar gengið mjög vel gegn Talibönum en meðlimir þeirra eru tiltölulega fáir og geta ekki verið alls staðar í landinu. Sjá einnig: Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp AP fréttaveitan hefur eftir Sami Sadat, yfirmanni hersins í Helmand, að íbúar Lashkar Gah ættu að flýja borgina. Herinn muni ekki skilja neina Talibana eftir á lífi. „Ég veit þetta er erfitt. Við gerum þetta fyrir framtíð ykkar. Fyrirgefið okkur ef þið þurfið að flýja í nokkra daga, vinsamlegast flýjið eins fljótt og auðið er.“ Falli borginni í hendur Talibana yrði um mikinn vendipunkt að ræða í átökunum í Afganistan, þar sem Talibönum hefur vaxið hratt ásmegin á undanförnum mánuðum. Hingað til hafa Talibanar lagt undir dreifðari byggðir í landinu og komið þar fyrir stjórnvöldum. Lashkar Gah yrði fyrsta héraðshöfuðborgin af 34 sem félli í hendur Talibana um langt skeið. #UPDATE At least 40 civilians have been killed and more than 100 wounded in the last 24 hours of fighting between Afghan government forces and the Taliban in the besieged southern city of Lashkar Gah, the United Nations said Tuesday pic.twitter.com/5Z5NjPZkvY— AFP News Agency (@AFP) August 3, 2021 Óljóst er hvort Talibanar myndu reyna að halda borginni en það gæti reynst þeim erfitt vegna þess að til að halda svo stórri byggð þarf líklegast að koma fyrir varðstöðvum og öðrum varnarvirkjum. Varnarvirkjum sem yrðu skotmörk loftárása en Bandaríkin hafa fjölgað loftárásum í Afganistan á undanförnum dögum. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, kenndi brottför Bandaríkjahers frá Afganistan um aukið ofbeldi í landinu. Hann sagði Talibana ekki vilja frið. Talibanar gáfu nýverið út að þeir myndu ekki semja um frið fyrr en Ghani væri farinn frá völdum.
Afganistan Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55 Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Aldrei hafa fleiri almennir borgarar látist í Afganistan Almennir borgarar í Afganistan sem deyja í átökum hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri en nú um stundir, síðan Sameinuðu þjóðirnar hófu að safna slíkum tölum í landinu. 26. júlí 2021 06:55
Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak. 16. júlí 2021 10:29
Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01