Aðrir en skólastarfsmenn geta ekki mætt í bólusetningu strax Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 14:15 Frá bólusetningum skólastarfsmanna í dag. Búist er við að um þúsund manns fái örvunarskammt í dag. stöð 2 Bólusetningar með örvunarskammti frá Pfizer fyrir kennara og starfsmenn skóla sem fengu Janssen bóluefnið hófust í dag. Aðrir sem fengu bóluefni Janssen geta ekki freistað þess að mæta í aukaskammta í dag, eins og stundum var boðið upp á þegar heilsugæslan var með skipulegar fjöldabólusetningar í Laugardalshöll fyrr í sumar. „Nei, það eru bara kennarar og skólafólk sem fær að mæta í dag. Sóttvarnalæknir ákvað að byrja á því núna dagana 3. til 13. ágúst og síðan er verið að skipuleggja bólusetningar með örvunarskammti fyrir alla hina sem fengu Janssen 17. til 19. ágúst,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir eitthvað farið að bera á því að fólk sem hefur fengið Janssen en er ekki skólastarfsfólk sé að reyna að komast að í dag. Heilsugæslan geti þó aðeins sinnt hópi kennara og skólastarfsmanna í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Egill Bólusetningar á þeim sem eru enn óbólusettir hafa farið fram alla virka daga klukkan 14 síðan um miðjan júlí. Þær eru þó aðeins hugsaðar fyrir þá sem geta alls ekki beðið fram í miðjan ágúst og er hámark þeirra sem geta mætt í þær hundrað manns á dag. Skráning í þær fer í gegn um heilsugæslustöðvar fólks. „Það hefur verið stöðugur straumur hjá okkur í dag og góð mæting,“ segir Ragnheiður. „Við reiknum með að fara upp í um þúsund skammta í dag og vera búin klukkan fjögur.“ Hún segir fáa starfsmenn heilsugæslunnar við störf til að bólusetja enda séu flestir enn í sumarfríi. Ákveðið var að fara eftir nýju kerfi við bólusetningar skólastarfsfólks, fæðingarmánuði þeirra. Í dag eiga þeir skólastarfsmenn að mæta sem eiga afmæli í janúar og febrúar, á morgun þeir sem eiga afmæli í mars og svo koll af kolli. Áætlunina má sjá hér að neðan: Janúar og febrúar 3. ágúst Mars 4. ágúst Apríl 5. ágúst Maí 6. ágúst Júní 9. ágúst Júlí 10. ágúst Ágúst 11. ágúst September og október 12. ágúst Nóvember og desember 13. ágúst Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
„Nei, það eru bara kennarar og skólafólk sem fær að mæta í dag. Sóttvarnalæknir ákvað að byrja á því núna dagana 3. til 13. ágúst og síðan er verið að skipuleggja bólusetningar með örvunarskammti fyrir alla hina sem fengu Janssen 17. til 19. ágúst,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. Hún segir eitthvað farið að bera á því að fólk sem hefur fengið Janssen en er ekki skólastarfsfólk sé að reyna að komast að í dag. Heilsugæslan geti þó aðeins sinnt hópi kennara og skólastarfsmanna í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Egill Bólusetningar á þeim sem eru enn óbólusettir hafa farið fram alla virka daga klukkan 14 síðan um miðjan júlí. Þær eru þó aðeins hugsaðar fyrir þá sem geta alls ekki beðið fram í miðjan ágúst og er hámark þeirra sem geta mætt í þær hundrað manns á dag. Skráning í þær fer í gegn um heilsugæslustöðvar fólks. „Það hefur verið stöðugur straumur hjá okkur í dag og góð mæting,“ segir Ragnheiður. „Við reiknum með að fara upp í um þúsund skammta í dag og vera búin klukkan fjögur.“ Hún segir fáa starfsmenn heilsugæslunnar við störf til að bólusetja enda séu flestir enn í sumarfríi. Ákveðið var að fara eftir nýju kerfi við bólusetningar skólastarfsfólks, fæðingarmánuði þeirra. Í dag eiga þeir skólastarfsmenn að mæta sem eiga afmæli í janúar og febrúar, á morgun þeir sem eiga afmæli í mars og svo koll af kolli. Áætlunina má sjá hér að neðan: Janúar og febrúar 3. ágúst Mars 4. ágúst Apríl 5. ágúst Maí 6. ágúst Júní 9. ágúst Júlí 10. ágúst Ágúst 11. ágúst September og október 12. ágúst Nóvember og desember 13. ágúst
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira