Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 17:00 Aukið álag er á heilbrigðisstofnunum vegna faraldursins. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst.
5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43