Lífið

Egill í Suitup selur glæsilega íbúð í Vesturbænum

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Jakkafatasalinn fluttur af Flyðrugrandanum.
Jakkafatasalinn fluttur af Flyðrugrandanum.

Egill Ásbjarnarson, eigandi verslunarinnar Suitup Reykjavík, hefur sett íbúðina sína í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu.

Íbúðin er staðsett í Flyðrugranda og er skráð 70,5 fermetrar að stærð. Þar að auki fylgir íbúðinni sérgeymsla í kjallara sem er ekki skráð í birta fermetratölu eignarinnar. 

Ásett verð er 52 miljónir og fasteignamatið rúmar 38 milljónir en nánari upplýsingar um íbúðina er hægt að nálgast á fasteignavef Vísis.

Egill hefur tekið íbúðina alveg í gegn en hér fyrir neðan er hægt að sjá brot úr þættinum Heimsókn með Sindra Sindrasyni þar sem hann sýnir frá breytingunum. 

Svört mött viðarinnrétting og marmaraborðplata. Fasteignaljósmyndun
Rúmgóð og falleg stofa með þar sem sjónvarpið hefur verið fellt inn í vegginn. Útgengt er út á suðursvalir út frá stofunni. Fasteignaljósmyndun
Íbúðin er skráð þriggja herbergja og er 70,5 fermetrar að stærð. Fasteignaljósmyndun
Stílhreint og fallegt baðherbergi með steyptum sturtubotni og skyggðu gleri. Fasteignaljósmyndun
Mjög rúmgott og glæsilegt fataherbergi. Fasteignaljósmyndun
Á teikningum er svefnherbergið og fataherbergið tvö herbergi en Egill sameinaði herbergin. Fasteignaljósmyndun
Svalirnar eru sérstaklega rúmgóðar og snúa í suður. Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×