Nýjar reglur í Skotlandi þýða að Blikar geta spilað fyrir fullum velli Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 19:01 Blikar unnu góðan 2-1 sigur á Austria Vín í síðustu viku og mæta Aberdeen frá Skotlandi í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tilkynnti í dag um breytingar á reglum vegna kórónuveirufaraldursins í Skotlandi. Dregið verður úr fjöldatakmörkunum á íþróttaviðburðum að því gefnu að ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Reglurnar taka gildi fyrir leik Breiðabliks við Aberdeen ytra í næstu viku. Tvö þúsund áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum í Skotlandi síðustu vikur en skipuleggjendur hafa getað sótt um undanþágu til að taka á móti stærri fjölda. Samkvæmt tilkynningu Sturgeon í dag mun breyting verða þar á frá mánudeginum 9. ágúst næst komandi. Samhliða því sem grímuskylda verður lögð niður ásamt fjarlægðarreglum, verður sá lágmarksfjöldi hækkaður í fimm þúsund. Áfram geta ábyrgðarmenn íþróttaviðburða, svo sem skosk félagslið í fótbolta, sótt um að hleypa fleirum að og allt að því fylla velli landsins. Sturgeon segir að slíkar umsóknir um leyfi fyrir fleirum sé öryggisráðstöfun. „Meðan við vinnum okkur hægt og bítandi í átt endurkomu stórra viðburða munum við, til skamms tíma, halda okkur við vinnulagið þar sem skipuleggjendur viðburða utandyra með yfir 5000 manns og innandyra með yfir 2000 manns þurfa að sækja um leyfi,“ „Þetta gerir okkur og sveitarfélögum kleift að vera þess fullviss að ákveðin skref séu tekin til að draga úr áhættu þegar kemur að stórum viðburðum,“ hefur Sky Sports eftir Sturgeon. Rúmlega 6300 manns sáu fyrsta leik Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Dundee á heimavelli sínum Pittodrie. Breiðablik sækir Aberdeen heim í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn í næstu viku, eftir að nýjar reglur taka gildi, og má því búast við töluvert fleirum á Pittodrie, sem tekur rúmlega 20 þúsund manns í sæti. Fyrri leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar. Ekki má fylla stúkuna þar vegna 200 manna samkomutakmarkana hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Tvö þúsund áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum í Skotlandi síðustu vikur en skipuleggjendur hafa getað sótt um undanþágu til að taka á móti stærri fjölda. Samkvæmt tilkynningu Sturgeon í dag mun breyting verða þar á frá mánudeginum 9. ágúst næst komandi. Samhliða því sem grímuskylda verður lögð niður ásamt fjarlægðarreglum, verður sá lágmarksfjöldi hækkaður í fimm þúsund. Áfram geta ábyrgðarmenn íþróttaviðburða, svo sem skosk félagslið í fótbolta, sótt um að hleypa fleirum að og allt að því fylla velli landsins. Sturgeon segir að slíkar umsóknir um leyfi fyrir fleirum sé öryggisráðstöfun. „Meðan við vinnum okkur hægt og bítandi í átt endurkomu stórra viðburða munum við, til skamms tíma, halda okkur við vinnulagið þar sem skipuleggjendur viðburða utandyra með yfir 5000 manns og innandyra með yfir 2000 manns þurfa að sækja um leyfi,“ „Þetta gerir okkur og sveitarfélögum kleift að vera þess fullviss að ákveðin skref séu tekin til að draga úr áhættu þegar kemur að stórum viðburðum,“ hefur Sky Sports eftir Sturgeon. Rúmlega 6300 manns sáu fyrsta leik Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Dundee á heimavelli sínum Pittodrie. Breiðablik sækir Aberdeen heim í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn í næstu viku, eftir að nýjar reglur taka gildi, og má því búast við töluvert fleirum á Pittodrie, sem tekur rúmlega 20 þúsund manns í sæti. Fyrri leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar. Ekki má fylla stúkuna þar vegna 200 manna samkomutakmarkana hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira