Gleðilega Hinsegin daga, kæra þjóð! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. ágúst 2021 17:43 Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Um leið er það mér ótrúlega mikilvægt að velta fyrir mér stöðu baráttunnar og minna mig á að það er ekki allt í höfn. Við fáum fréttir af ofbeldisverkum í garð hinsegin fólks í löndum, ekki svo fjarri okkur og gerum okkur grein fyrir því að það á sér stað bakslag, þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Því þurfum við að vera á tánum og gera hvað við getum til að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir þeim brotalömum, sem við sem samfélag erum að fást við. Mannréttindabarátta hinsegin fólks skiptir okkur öll máli Hver er hinn íslenski veruleiki í mannréttindabaráttu hinsegin fólks? Hvar stöndum við? Höfum við náð raunverulegum skilningi í öllum kimum samfélagsins? Og ef ekki, hvers vegna er það svo? Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að vera að spyrja okkur. Árið fyrir covid tók ég þátt í pallborði á hinsegin viku framhaldsskóla. Viku sem var undirlögð af alls kyns hinsegin uppákomum, fræðslu jafnt sem menningu. Pallborðið var afar vel sótt og fram fór mjög gagnleg umræða um mikilvægi sýnileikans. Í gleðinni sem ríkti yfir því hvernig til tókst verð mér því brugðið að heyra áhyggjutón yfir því að einn hópur ungmenna hafi sýnt dagskrá vikunnar lítinn sem engan áhuga. Þátttaka íþróttastráka var dræm og áhugaleysið áþreifanlegt. Við þurfum að gera betur Þessar áhyggjur hafa setið í mér. Við vitum það öll sem viljum að hinsegin einstaklingar hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér innan íþróttahreyfingarinnar og hefur þetta verið vandi á heimsvísu. Fjöldi opinberra hinsegin ólympíufara segja sína sögu. Ég hef hvatt sérstaklega til þess að talað sé fyrir aukinni fræðslu meðal íþróttafélaganna í mínu sveitarfélagi. Einnig að unnið sé að því að tryggja með öllum tiltækum ráðum öryggi og vellíðan hinsegin barna og ungmenna í fjölbreyttu og öflugu íþróttastarfi. En betur má ef duga skal. Í tilefni Hinsegin daga langar mig til þess að hvetja íþróttahreyfinguna til dáða. Og að sveitarfélögin geri ríka kröfu til hreyfingarinnar um að taka mikilvægi fræðslu og viðurkenningu í garð hinsegin fólks alvarlega. Svo alvarlega að íþróttastrákarnir verði alvöru þátttakendur en leyfi sér ekki að horfa undan. Íþróttastrákarnir verða fullorðnir og hafa jafn mikil áhrif á samfélagið og við hin og mannréttindabarátta hinsegin fólks þarf á strákunum okkar að halda eins og öðrum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Sjá meira
Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki. Um leið er það mér ótrúlega mikilvægt að velta fyrir mér stöðu baráttunnar og minna mig á að það er ekki allt í höfn. Við fáum fréttir af ofbeldisverkum í garð hinsegin fólks í löndum, ekki svo fjarri okkur og gerum okkur grein fyrir því að það á sér stað bakslag, þegar kemur að réttindum hinsegin fólks. Því þurfum við að vera á tánum og gera hvað við getum til að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir þeim brotalömum, sem við sem samfélag erum að fást við. Mannréttindabarátta hinsegin fólks skiptir okkur öll máli Hver er hinn íslenski veruleiki í mannréttindabaráttu hinsegin fólks? Hvar stöndum við? Höfum við náð raunverulegum skilningi í öllum kimum samfélagsins? Og ef ekki, hvers vegna er það svo? Þetta eru spurningarnar sem við þurfum að vera að spyrja okkur. Árið fyrir covid tók ég þátt í pallborði á hinsegin viku framhaldsskóla. Viku sem var undirlögð af alls kyns hinsegin uppákomum, fræðslu jafnt sem menningu. Pallborðið var afar vel sótt og fram fór mjög gagnleg umræða um mikilvægi sýnileikans. Í gleðinni sem ríkti yfir því hvernig til tókst verð mér því brugðið að heyra áhyggjutón yfir því að einn hópur ungmenna hafi sýnt dagskrá vikunnar lítinn sem engan áhuga. Þátttaka íþróttastráka var dræm og áhugaleysið áþreifanlegt. Við þurfum að gera betur Þessar áhyggjur hafa setið í mér. Við vitum það öll sem viljum að hinsegin einstaklingar hafa átt erfitt með að standa með sjálfum sér innan íþróttahreyfingarinnar og hefur þetta verið vandi á heimsvísu. Fjöldi opinberra hinsegin ólympíufara segja sína sögu. Ég hef hvatt sérstaklega til þess að talað sé fyrir aukinni fræðslu meðal íþróttafélaganna í mínu sveitarfélagi. Einnig að unnið sé að því að tryggja með öllum tiltækum ráðum öryggi og vellíðan hinsegin barna og ungmenna í fjölbreyttu og öflugu íþróttastarfi. En betur má ef duga skal. Í tilefni Hinsegin daga langar mig til þess að hvetja íþróttahreyfinguna til dáða. Og að sveitarfélögin geri ríka kröfu til hreyfingarinnar um að taka mikilvægi fræðslu og viðurkenningu í garð hinsegin fólks alvarlega. Svo alvarlega að íþróttastrákarnir verði alvöru þátttakendur en leyfi sér ekki að horfa undan. Íþróttastrákarnir verða fullorðnir og hafa jafn mikil áhrif á samfélagið og við hin og mannréttindabarátta hinsegin fólks þarf á strákunum okkar að halda eins og öðrum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar