Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 19:23 Andrew Cuomo á í vök að verjast vegna ásakana um kynferðislega áreitni og mistök sem leiddu til fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. AP/Richard Drew Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. Niðurstöður rannsóknar á vegum Letitiu James, dómsmálaráðherra New York, voru kynntar í dag, þar á meðal að Cuomo ríkisstjóri hafi áreitt fjölda kvenna og brotið þannig alríkislög og lög New York-ríkis. Hann liggur undir miklum þrýstingi um að segja af sér. Á blaðamannafundi eftir að niðurstöðurnar voru kynntar lét Cuomo engan bilbug á sér finna. „Ég vil að þið heyrið það beint frá mér að ég snerti aldrei neinn á óviðeigandi hátt eða hafði uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði. Ég er 63 ára gamall. Ég hef lifað öll mín fullorðinsár í sviðsljósinu. Þetta er ekki sá sem ég er og þetta er ekki sá sem ég hef verið nokkru sinni,“ fullyrti Cuomo. Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Reyndi Cuomo að vefengja hlutleysi lögfræðinganna sem rannsökuðu ásakanirnar á hendur honum fyrir dómsmálaráðherrann. Einn þeirra átti meðal annars þátt í rannsókn alríkissaksóknara á meintri spillingu Cuomo og bandamanna hans. Sú rannsókn leiddi meðal annars til þess að náinn vinur og ráðgjafi Cuomo var dæmdur í fangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Staðreyndirnar eru allt aðrar en þær sem hafa verið kynntar,“ sagði Cuomo sem afsakaði háttsemi sína með því að þannig sýndi hann öðrum alúð. Birti hann myndband þar sem hann sást faðma og kyssa karla og konur við ýmis tækifæri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Letitiu James, dómsmálaráðherra New York, voru kynntar í dag, þar á meðal að Cuomo ríkisstjóri hafi áreitt fjölda kvenna og brotið þannig alríkislög og lög New York-ríkis. Hann liggur undir miklum þrýstingi um að segja af sér. Á blaðamannafundi eftir að niðurstöðurnar voru kynntar lét Cuomo engan bilbug á sér finna. „Ég vil að þið heyrið það beint frá mér að ég snerti aldrei neinn á óviðeigandi hátt eða hafði uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði. Ég er 63 ára gamall. Ég hef lifað öll mín fullorðinsár í sviðsljósinu. Þetta er ekki sá sem ég er og þetta er ekki sá sem ég hef verið nokkru sinni,“ fullyrti Cuomo. Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Reyndi Cuomo að vefengja hlutleysi lögfræðinganna sem rannsökuðu ásakanirnar á hendur honum fyrir dómsmálaráðherrann. Einn þeirra átti meðal annars þátt í rannsókn alríkissaksóknara á meintri spillingu Cuomo og bandamanna hans. Sú rannsókn leiddi meðal annars til þess að náinn vinur og ráðgjafi Cuomo var dæmdur í fangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Staðreyndirnar eru allt aðrar en þær sem hafa verið kynntar,“ sagði Cuomo sem afsakaði háttsemi sína með því að þannig sýndi hann öðrum alúð. Birti hann myndband þar sem hann sást faðma og kyssa karla og konur við ýmis tækifæri, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37
Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21