Innlent

Maður sem fannst sofandi í gámi með Co­vid-úr­gangi sendur í sóttkví

Eiður Þór Árnason skrifar
Maðurinn fannst í gámi fyrir aftan Fosshótel Baron.
Maðurinn fannst í gámi fyrir aftan Fosshótel Baron. Vísir/Helena

Lögregla hafði í morgun afskipti af manni sem fannst sofandi í ruslagámi við Fosshótel Baron í Reykavík. Gámurinn innihélt rusl frá fólki sem greinst hefur með Covid-19 en hótelið við Barónstíg er nú notað sem farsóttahús.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en að sögn RÚV var sóttvarnayfirvöldum gert viðvart um manninn og ákveðið að setja hann í sóttkví. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi þegar lögregla kom að honum og er talið að hann hafi orðið útsettur fyrir smiti.

Samkvæmt heimildum RÚV var maðurinn ekki búinn að greinast með Covid-19 síðdegis í dag en hann verður áfram í sóttkví. Vísir hefur árangurslaust reynt að fá frekari upplýsingar um málið hjá lögreglu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×