Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 07:15 Jack Grealish Sasha Attwood Mynd/Twitter Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa. Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira
Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa.
Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Körfubolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Guðlaugur Victor lagði upp mark Enski boltinn „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjá meira