Ég þoli ekki kóríander Indriði Stefánsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar