Vonar að uppfært hættumat Bandaríkjamanna fæli ekki ferðamenn frá landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 12:33 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðlagt frá því að ferðast til Íslands vegna mikillar fjölgunar smitaðra hér á landi. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir einungis bólusetta Bandaríkjamenn ferðast til landsins og vonar því að tilmælin hafi lítil áhrif. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira
Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Sjá meira
Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03