Ég er ekki ráðherra Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2021 13:01 Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun