Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 14:45 Skimun fyrir Covid-19 meðal íbúa í Wuah, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst. AP/Chinatopix Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. Hvorki íbúar né ferðamenn fá að yfirgefa Zhangjiajie. Þá hefur Kommúnistaflokkur Kína refsað ráðamönnum í borginni fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í sóttvörnum. Það er þrátt fyrir að einungis nítján tilfelli hafi greinst þar á undanfarinni viku, samkvæmt opinberum tölum. AP fréttaveitan hefur þó eftir þarlendum fjölmiðlum að vitað sé að fólk sem hafi smitast í Zhangjiajie hafi farið til minnst fimm annarra héraða. Fréttaveitan segir yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að 71 hefði greinst smitaður af Covid-19 í gær. Þar af væru nítján sem hefðu smitast innanlands. Í borginni Nanjing hafa alls 220 greinst smitaðir að undanförnu, samkvæmt frétt Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins. Útbreiðslan þar hefur verið rakin til alþjóðaflugvallar borgarinnar. Búið er að gefa rúmlega 1,71 milljarð bóluefnaskammta í Kína, þar sem um 1,4 milljarður mann býr. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum er búið að fullbólusetja um 40 prósent þjóðarinnar. Hafa gripið til ferðatakmarkana Í heildina, frá því faraldurinn hófst í Kína í lok árs 2019 hafa yfirvöld í Kína skrásett 4.636 dauðsföll og 93.289 smitaða. Flestir þeirra sem smitast hafa í Kína smituðust í upphaflega faraldrinum í Wuhan. Delta-afbrigðið, sem greindist fyrst í Indlandi, hefur einnig greinst í Wuhan og hefur verið gripið til umfangsmikillar skimunar þar. Í frétt CNN segir að útbreiðsla smitaðra í Kína hafi valdið áhyggjum ráðamanna í Kína. Búið er að grípa til umfangsmikilla ferðatakmarkana innanlands og er sömuleiðis verið að taka landamærin hörðum tökum. Ekki á að hleypa ferðamönnum inn í landið nema þeir þurfi þess nauðsynlega og er verið að draga úr útgáfu vegabréfa fyrir Kínverja. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Hvorki íbúar né ferðamenn fá að yfirgefa Zhangjiajie. Þá hefur Kommúnistaflokkur Kína refsað ráðamönnum í borginni fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í sóttvörnum. Það er þrátt fyrir að einungis nítján tilfelli hafi greinst þar á undanfarinni viku, samkvæmt opinberum tölum. AP fréttaveitan hefur þó eftir þarlendum fjölmiðlum að vitað sé að fólk sem hafi smitast í Zhangjiajie hafi farið til minnst fimm annarra héraða. Fréttaveitan segir yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að 71 hefði greinst smitaður af Covid-19 í gær. Þar af væru nítján sem hefðu smitast innanlands. Í borginni Nanjing hafa alls 220 greinst smitaðir að undanförnu, samkvæmt frétt Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins. Útbreiðslan þar hefur verið rakin til alþjóðaflugvallar borgarinnar. Búið er að gefa rúmlega 1,71 milljarð bóluefnaskammta í Kína, þar sem um 1,4 milljarður mann býr. Samkvæmt opinberum yfirlýsingum er búið að fullbólusetja um 40 prósent þjóðarinnar. Hafa gripið til ferðatakmarkana Í heildina, frá því faraldurinn hófst í Kína í lok árs 2019 hafa yfirvöld í Kína skrásett 4.636 dauðsföll og 93.289 smitaða. Flestir þeirra sem smitast hafa í Kína smituðust í upphaflega faraldrinum í Wuhan. Delta-afbrigðið, sem greindist fyrst í Indlandi, hefur einnig greinst í Wuhan og hefur verið gripið til umfangsmikillar skimunar þar. Í frétt CNN segir að útbreiðsla smitaðra í Kína hafi valdið áhyggjum ráðamanna í Kína. Búið er að grípa til umfangsmikilla ferðatakmarkana innanlands og er sömuleiðis verið að taka landamærin hörðum tökum. Ekki á að hleypa ferðamönnum inn í landið nema þeir þurfi þess nauðsynlega og er verið að draga úr útgáfu vegabréfa fyrir Kínverja.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira