Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 16:51 Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. AP/John Locher Ríkisstjórn Mexíkó ætlar að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum vegna þess hve mörg skotvopn berast ólöglega frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Lögsóknin beinist ekki gegn yfirvöldum Bandaríkjanna. Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls. Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Mexíkóar telja bandarískar byssur hafa ýtt undir ofbeldið sem hefur einkennt landið undanfarin ár. Samkvæmt frétt Washington Post telja ráðamenn í Mexíkó að á undanförnum áratug hafi um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt ólöglega til Mexíkó, þar sem reglur varðandi sölu og eign skotvopna eru mun strangari en í Bandaríkjunum. Í lögsókninni segir að bandarískir byssuframleiðendur séu meðvitaðir um að vopnum þeirra sé smyglað ólöglega til Mexíkó og þar séu þau notuð af glæpagengjum gegn almennum borgurum og yfirvöldum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Mexíkó segir að þrátt fyrir það haldi fyrirtækin áfram að framleiða og markaðssetja skotvopn sem séu sífellt meira banvænni og án öryggisbúnaðar eða að hægt sé að rekja þau. Meðal þeirra fyrirtækja sem lögsóknin beinist gegn eru Smith & Wesson, Barret Firearms Manufacturing, Beretta USA, Glock og Colt‘s Manufacturing. Ríkisstjórn Mexíkó fer fram á ótilgreindar skaðabætur, að reglur varðandi sölur verði hertar og öryggi skotvopna aukið. Þar að auki er þess krafist að byssuframleiðendur framkvæmi rannsóknir og herferðir til að draga úr smygli skotvopna. Ólíklegt er að lögsóknin muni skila árangri, þar sem bandarísk lög skýla byssuframleiðendum gegn lögsóknum. Til stendur að höfða málið í Boston, þar sem höufuðstöðvar nokkra byssuframleiðenda eru í Massachusetts. Bogarar lenda milli glæpagengja Til marks um ofbeldið í Mexíkó má benda á átök Sinaloa og Jalisco new Generation glæpagengjanna í Zacatecas-héraði. Þar voru 746 morð framin, svo vitað sé, á fyrri hluta þessa árs. Allt síðasta ár voru framin 1.065 morð. AP fréttaveitan sagði nýverið frá hörðum átökum hundruð glæpamanna í bænum San Juan Capistrano. Um tvö hundruð menn rændu þar bensínstöð og sambærilegur fjöldi manna réðst á þá. Skotbardaginn stóð yfir í nokkrar klukkustundir en lögregluþjóna bar ekki að garði fyrr en degi seinna. Þá kom í ljós að átján lágu í valnum. Þetta var þann 24. júní en enn hefur enginn verið handtekinn og í frétt AP segir að fjöldi fólks hafi verið myrtur í millitíðinni. Gengin eru að berjast um yfirráð á sölu fantanýls til Bandaríkjanna. Efnin eru framleidd í Mexíkó og flutt til Bandaríkjanna í skiptum fyrir fúlgur fjár. árið 2020 er talið að um 93 þúsund manns hafi dáið í Bandaríkjunum eftir að hafa tekið of stóran skammt fentanýls.
Mexíkó Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira