Leiðtogi óskast! Gísli Rafn Ólafsson skrifar 4. ágúst 2021 17:30 Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Gísli Rafn Ólafsson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi virðist hugtakið samráð hafa fengið neikvæða merkingu, enda oft notað þegar verið er að tala um brot á samkeppnislögum. Reynsla mín af stjórnun og þátttöku í viðbrögðum við tugum náttúruhamfara víða um heim eru hins vegar þau að gott samráð er lykilinn að réttum viðbrögðum við alvarlegum atburðum. Það að bregðast við krísum er nefnilega ekki auðvelt og því miður hafa fæstir stjórnmálamenn á Íslandi grunnskilning á krísustjórnun. Það er umhugsunarefni fyrir land þar sem krísur spretta upp oftar en lúsmýsbit á sumrin. Ef stjórnmálafólk hefði kynnt sér þau fræði þá hefði það skilning á því að besta leiðin til þess að ná fram markmiðum í kjölfar áfalla er að mynda breiða samstöðu, þvert á hið pólitíska litróf og fá þannig dýpri sátt og samvinnu um þær erfiðu aðgerðir sem hrinda þarf í framkvæmd. Hvað er samráð? Samráð felst ekki í því að senda upplýsingar um hvað ríkisstjórnin ætli að gera til stjórnarandstöðunnar hálftíma áður en aðgerðir eru kynntar fyrir fjölmiðlum. Alvöru samráð felst í því að bjóða stjórnarandstöðunni að borðinu þegar kemur að erfiðri ákvarðanatöku. Alvöru samráð felst í því að veita stjórnarandstöðunni aðgang að sömu gögnum og ríkisstjórnin notar til þess að taka ákvarðanir. Alvöru samráð felst í því að hlusta á gagnrök frá stjórnarandstöðunni og taka tillit til þeirra þegar teknar eru ákvarðanir. Hvers vegna er ekki samráð? Fæstir stjórnmálamenn í dag átta sig á því að með því að bjóða andstæðingunum þátttöku í samráðinu sýnirðu alvöru leiðtogahæfileika og nærð betri árangri en ef þú skilur þá útundan. Leiðtogar þora nefnilega að brjóta odd af oflæti sínu og hlusta af alvöru á allar hliðar málsins. Það er merki um styrkleika en ekki veikleika að fá andstæðingana með í lið. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa ekki áttað sig á. Ég er þess fullviss að ef þau hefðu boðið stjórnarandstöðuna velkomna í náið samstarf og samráð um viðbrögð gegn heimsfaraldri, þá væru þau í allt annarri stöðu en þau eru í dag. Ný nálgun Það er þörf á nýrri nálgun í íslensk stjórnmál. Við þurfum flokka í ríkisstjórn sem eru tilbúnir að hlusta á skoðanir annarra. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Með samstöðu fáum við betri niðurstöðu og það er þörf á betri niðurstöðu, nú þegar uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs á sér stað og aðrar krísur, svo sem loftslagsvá, eru rétt handan við hornið. Við þurfum fólk á Alþingi sem hefur þá leiðtogahæfileika, óháð stöðu þeirra innan síns flokks, að byggja brýr þvert á hið pólitíska litróf. Samráðsleysið við minnihlutann á þessu kjörtímabíli hefur sýnt að síðasta brúarsmíð nær ekki lengra en til að reyna halda valdastólunum. Við þurfum fólk sem vill tryggja það að samráð, samvinna og samstarf um málefni og aðgerðir sé lykillinn að pólitík á komandi árum. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun