„Ég er himinlifandi, fyrir hálfleikurinn var hreint út sagt frábær, fjögur mörk, eitthvað sem hefur vantað í sumar. Við vorum ekki búnir að skora mark þrjá leiki í röð og því mjög sterkt að ná fjórum mörkum hér í kvöld,” byrjaði Birnir á að segja.
Birnir var allra helst sáttur með færanýtingu liðsins í kvöld og taldi að það hafi verið lykilinn að sigrinum.
„Nýtingin á færunum og vinnslan almennt. Við erum búnir að vera að fá færi í allt sumar en ekki verið að nýta þau. Það sem við vorum að gera vel í kvöld var að við vorum að fylla boxið þegar það komu fyrirgjafir og það skilaði sér.”
HK-ingar léku á als oddi í fyrri hálfleiknum og vörðust síðan eins og grenjandi ljón í seinni hálfleiknum. Birnir var því sammála því að liðið hafi sýnt sínar bestu hliðar bæði sóknarlega og varnarlega í kvöld.
„Já mér fannst við sýna okkar bestu hliðar í kvöld, en við erum svo sem búnir að gera það í fleiri leikjum í sumar,” endaði Birnir á að segja.