Sér ekki eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig þrátt fyrir að hafa misst af Ólympíuleikunum vegna veirunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2021 14:16 Bryson DeChambeau snýr á völlinn á WGC-FedEx St. Jude Invitational í dag. getty/Tracy Wilcox Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau sér ekki eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig þrátt fyrir að hafa misst af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hafa fengið kórónuveiruna. DeChambeau greindist með veiruna rétt áður en hann átti að fljúga til Tókýó. Fyrstu tvo dagana eftir að hafa greinst fann hann ekki fyrir neinum einkennum en þau komu fram síðar. DeChambeau sagðist hafa fundið fyrir þreytu og hefur misst 4-5 kg undanfarnar tvær vikur. DeChambeau fór ekki í bólusetningu og sér ekki eftir því þrátt fyrir að veiran hafi gert út um Ólympíudrauminn hans. „Bólusetning kemur ekki endilega í veg fyrir að þú smitist. Ég er enn ungur og vil frekar að eldra fólk sem þarf á því að halda verði bólusett. Mér finnst ekki gott að taka bóluefni frá einhverjum sem þarf það,“ sagði DeChambeau þrátt fyrir að engin vöntun sé á bóluefnum í Bandaríkjunum samkvæmt sóttvarnayfirvöldum þar í landi. DeChambeau útilokar samt ekki að láta bólusetja sig þegar fram líða stundir. Bandaríkjamaðurinn snýr aftur á golfvöllinn í dag þegar hann keppir á WGC-FedEx St. Jude Invitational. Landi DeChambeaus, Xander Schauffele, hrósaði sigri í golfkeppninni á Ólympíuleikunum. DeChambeau var ekki eini þekkti kylfingurinn sem gat ekki keppt á Ólympíuleikunum eftir að hafa greinst með veiruna því Spánverjinn Jon Rahm, efsti maður heimslistans, lenti í því sama. Hann greindist einnig með veiruna í júní á meðan Memorial-mótinu stóð. Golf Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
DeChambeau greindist með veiruna rétt áður en hann átti að fljúga til Tókýó. Fyrstu tvo dagana eftir að hafa greinst fann hann ekki fyrir neinum einkennum en þau komu fram síðar. DeChambeau sagðist hafa fundið fyrir þreytu og hefur misst 4-5 kg undanfarnar tvær vikur. DeChambeau fór ekki í bólusetningu og sér ekki eftir því þrátt fyrir að veiran hafi gert út um Ólympíudrauminn hans. „Bólusetning kemur ekki endilega í veg fyrir að þú smitist. Ég er enn ungur og vil frekar að eldra fólk sem þarf á því að halda verði bólusett. Mér finnst ekki gott að taka bóluefni frá einhverjum sem þarf það,“ sagði DeChambeau þrátt fyrir að engin vöntun sé á bóluefnum í Bandaríkjunum samkvæmt sóttvarnayfirvöldum þar í landi. DeChambeau útilokar samt ekki að láta bólusetja sig þegar fram líða stundir. Bandaríkjamaðurinn snýr aftur á golfvöllinn í dag þegar hann keppir á WGC-FedEx St. Jude Invitational. Landi DeChambeaus, Xander Schauffele, hrósaði sigri í golfkeppninni á Ólympíuleikunum. DeChambeau var ekki eini þekkti kylfingurinn sem gat ekki keppt á Ólympíuleikunum eftir að hafa greinst með veiruna því Spánverjinn Jon Rahm, efsti maður heimslistans, lenti í því sama. Hann greindist einnig með veiruna í júní á meðan Memorial-mótinu stóð.
Golf Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira