„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 11:51 Fundurinn varð mjög þungur þegar leið á seinni hlutann og ljóst að sérfræðingarnir hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Þríeykið var spurt að því hvort það væri raunhæft að sjá daglegar greiningar verða hátt í 200 þegar áhrif verslunarmannahelgarinnar kæmu að fullu fram; hvort menn væru tilbúnir til að láta bylgjuna ganga yfir sig og vona hið besta varðandi alvarleg veikindi. Kamilla sagði ljóst að ef það gerðist myndu þau kerfi sem þjóðin hefur reitt sig á bresta. Rakning yrði ómöguleg, sem myndi gera það að verkum að fólk væri ekki sent í sóttkví, fleiri myndu smitast, fleiri þurfa að fara í einangrun, alvarlegum veikindum fjölga og fleiri leggjast inn á Landspítalann. Sagði hún mögulegt að Íslendingar stæðu þá frammi fyrir þeirri stöðu sem upp hefði komið annars staðar að spítalar gætu ekki tekið við fleiri sjúklingum og að veikir einstaklingar fengju ekki nauðsynlega aðstoð. Páll sagði tvennt í stöðunni; að beita sóttvarnaaðgerðum eða láta faraldurinn geisa. Í seinna tilvikinu myndi spítalinn líklega ekki ráða við álagið. Ná þyrfti tökum á ástandinu umsvifalaust og í kjölfarið „hækka byrðinginn“ í heilbrigðiskerfinu. Kerfishrun hefði alvarlegar langtímaafleiðingar í för með sér Víðir sagði oft hafa verið rætt um langtímaáhrif faraldursins, til dæmis á efnahagslífið og lýðheilsu. Það sem hefði ekki verið nefnt væru þær afleiðingar sem það gæti haft ef þau kerfi sem landsmenn treystu á myndu bresta og ekki yrði hægt að veita þá þjónustu og tryggja það öryggi sem væri nauðsynlegt. Slíkt gæti haft afar skaðvænleg áhrif til langs tíma. Víðir sagði vinnu í gangi við að marka stefnuna til framtíðar en á sama tíma og við þyrftum að ákveða hvernig við ætluðum að lifa með veirunni þyrfti að takast á við ástandið sem væri uppi í dag. „Og það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun,“ sagði hann en ekki mátti ráða annað af máli sérfræðinganna en að þau hvettu stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða. Voru Kamilla og Víðir meðal annars á einu máli um að skimun á landamærunum væri fyrsta vörnin gegn veirunni. Víðir sagði ekkert annað í boði en að halda áfram veginn og lagði þunga áherslu á mikilvægi samstöðunnar, óháð því til hvaða aðgerða yrði gripið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira