Innlent

Einkaþotan laus úr slitlaginu og farin burt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slitlag virðist hafa gefið sig þegar einkaþotan keyrði inn á flugvélastæði.
Slitlag virðist hafa gefið sig þegar einkaþotan keyrði inn á flugvélastæði. Adolf Ingi Erlingsson

Einkaþotan sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi á dögunum var dregin upp á flugbraut í gær. Var henni flogið á brott eftir að flugvirkjar frá Þýskalandi fóru yfir hana.

Þetta segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia í samtali við Vísi.

Greint var frá því fyrr í vikunni að óhappið hafi orðið þegar flugmaður þýskrar einkaþotu af gerðinni Embraer Phenom 300 ók henni að stæði við flugstöðina á Rifi skömmu eftir lendingu á sunnudag. Gróf vélin sig niður í bundið slitlag og sat þar föst.

„Henni var komið upp á braut í gær. Tók á loft eftir að flugvirkjar frá Þýskalandi höfðu farið yfir hana,“ segir Grettir í samtali við Vísi.

Hjól einkaþotunnar sukku ofan í slitlagið við flugstöðvarbygginguna á Rifi.Adolf Ingi Erlingsson

Engan sakaði og flugvélin hafði ekki áhrif á aðra umferð um flugvöllinn. Þá segir Grettir að svo virðist sem að flugvélin hafi ekki skemmst mikið. Farið verði í það að laga skemmdirnar sem urðu á slitlaginu.

Þá sé málið á borði lögreglu og rannsóknarnefndar flugslysa sem fari með rannsókn atviksins.


Tengdar fréttir

Ætla að lyfta upp einkaþotu sem situr föst á Rifi

Vonir standa til að þýsk einkaþota sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi verði hífð upp á morgun. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan hafa óhappið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×