Skimun bólusettra landsmanna á landamærum til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2021 13:58 Katrín Jakobsdóttir segist merkja þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eitt af því sem sé til skoðunar í augnablikinu sé tillaga sóttvarnalæknis um skimun bólusettra einstaklinga á landamærum sem búsettir eru hér á landi. Lagaheimildir í þeim efnum þurfi að vera skýrar. Hún merkir mikla þreytu hjá landanum eftir átján mánaða faraldur og aðgerðir honum tengdum. Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Katrín sótti ríkisráðsfund á Bessastaði í morgun ásamt ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún segist undanfarið hafa fundað með ýmsum aðilum vegna faraldursins og þeim fundarhöldum sé ekki lokið. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um skimun á landamærum „Við höfum verið að funda með sérfræðingum á sviði heilbrigðisvísinda og faraldsfræði, aðilum í skólakerfinu, menningaraðilum, íþróttalífinu, atvinnurekendum, fulltrúum launafólks og svo sérfræðingum á sviði lögfræði í morgun,“ segir Katrín. Framundan séu fundir í dag með fulltrúum Landspítalans og fleiri aðilum sem byggja upp mikilvæga innviði í heilbrigðiskerfinu. Áhyggjufullt þríeyki á fundi dagsins Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Kamilla Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Víðir Reynisson lýstu miklum áhyggjum sínum á upplýsingafundi almannavarna í dag af því hvað gæti gerst í samfélaginu hérlendis fái faraldurinn að fara sína leið án aðgerða. Í stuttu máli myndi Landspítalinn ekki ráða við fjölda nauðsynlegra innlagna og kerfið brotna sem myndi hafa langtíma afleiðingar. „Auðvitað er samfélagið langþreytt eftir átján mánuði af herðingum og afléttingum,“ sagði Katrín í viðtali við Sunnu Sæmundsdóttur á Bessastöðum í hádeginu í dag. „Skilaboðin sem við erum að fá er að ef það er hægt að tryggja aukinn fyrirsjáanleika, aukinn varanleika í aðgerðum, þá er það fólki dýrmætt.“ Nú sé verið að reyna að greina þá breyting sem hafi orðið í samfélaginu með háu hlutfalli bólusettra og þá staðreynd að bóluefnin veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Hvort það geti stuðlað að sem eðlilegustum gangi í samfélaginu á sama tíma og líf og heilsa allra landsmanna sé tryggð með sem bestum hætti. Tryggja lagalega heimild Katrín telur að viðfangsefnið, faraldurinn og afleiðingar hans, verði til staðar næstu mánuði og misseri. Aðgerðir á landamærum séu til umræðu. „Eitt af því sem er verið að ræða er tillaga sóttvarnalæknis um skimun þeirra sem eru bólusettir og búsettir hér á landi,“ segir Katrín. Lagaleg umgjörð í kringum slíka skimun sé til skoðunar. Þær þurfi að vera skýrar. Reglulegur ríkisstjórnarfundur verður í Ráðherrabústaðnum Tjarnargötu á morgun, föstudag. „Málin verða að sjálfsögðu til umræðu á ríkisstjórnarfundi á morgun,“ segir Katrín. Núverandi aðgerðir eru í gildi til 13. ágúst en hún vill ekki segja til um hvenær næstu aðgerðir verða kynntar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira