Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:25 Tímanovskaja er komin til Póllands þar sem henni hefur verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún telur sig ekki örugga í heimalandinu. EPA-EFE/RADEK PIETRUSZKA POLAND OUT Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. Alþjóðaólympíunefndin hefur staðfest að Artur Sjímak og Yury Maísevits hafi þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Þeir voru yfirþjálfarar spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju sem vakti alþjóðlega athygli fyrir tæpri viku síðan þegar hún neitaði að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands með liðsfélögum sínum. Tímanovskaja leitaði hælis í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem hún hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og er hún nú komin í öruggt skjól í Póllandi. Tímanovskaja hyggst sækja um pólitískt hæli í Póllandi. Ástæða þess að Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina var sú að þjálfararnir skyndilega tóku hana úr Ólympíuliði Hvíta-Rússlands eftir, að hennar sögn, hún gagnrýndi þá á samfélagsmiðlinum Telegram fyrir að ætla henni að keppa í boðhlaupi. Beindi sjónum að versnandi ástandi í Hvíta-Rússlandi Tímanovskaja fór á Ólympíuleikana til að keppa í spretthlaupi en var skyndilega skráð í boðhlaup, að henni óafvitandi, og segir hún ástæðuna þá að liðsmenn í boðhlaupsliðinu hafi vantað keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir hafa neitað því og segja hana hafa verið tekna úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar heilsu hennar. Málið er nú til rannsóknar hjá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur beint sjónum heimsins aftur að heimalandi hennar. Mikill pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Hvíta-Rússlandi undanfarið árið eftir að Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, bar sigur úr bítum í forsetakosningum. Margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli en þetta er sjötta kjörtímabilið sem hann situr við völd, eða frá árinu 1994. Síðan 9. ágúst í fyrra hefur mikil mótmælaalda riðið yfir landið vegna niðurstöðu kosninganna og fjöldi fólks hefur flúið. Hafa skipað sérstaka rannsóknarnefnd Í tilkynningu greindi Alþjóðaólympíunefndin frá því að aðgangspassar þjálfaranna tveggja hafi verið fjarlægðir „til öryggis… fyrir vellíðan íþróttamanna Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands sem eru enn í Tókýó,“ sagði í tilkynningunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað til sérstaklega rannsóknarnefnd til að skoða mál Tímanovskaju en báðir þjálfararnir munu fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Thomas Bach sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ánægð að Tímanovskaja sé komin í öruggt skjól í Póllandi og sagði atvikið hafa verið hræðilegt. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin hefur staðfest að Artur Sjímak og Yury Maísevits hafi þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Þeir voru yfirþjálfarar spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju sem vakti alþjóðlega athygli fyrir tæpri viku síðan þegar hún neitaði að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands með liðsfélögum sínum. Tímanovskaja leitaði hælis í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem hún hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og er hún nú komin í öruggt skjól í Póllandi. Tímanovskaja hyggst sækja um pólitískt hæli í Póllandi. Ástæða þess að Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina var sú að þjálfararnir skyndilega tóku hana úr Ólympíuliði Hvíta-Rússlands eftir, að hennar sögn, hún gagnrýndi þá á samfélagsmiðlinum Telegram fyrir að ætla henni að keppa í boðhlaupi. Beindi sjónum að versnandi ástandi í Hvíta-Rússlandi Tímanovskaja fór á Ólympíuleikana til að keppa í spretthlaupi en var skyndilega skráð í boðhlaup, að henni óafvitandi, og segir hún ástæðuna þá að liðsmenn í boðhlaupsliðinu hafi vantað keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir hafa neitað því og segja hana hafa verið tekna úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar heilsu hennar. Málið er nú til rannsóknar hjá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur beint sjónum heimsins aftur að heimalandi hennar. Mikill pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Hvíta-Rússlandi undanfarið árið eftir að Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, bar sigur úr bítum í forsetakosningum. Margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli en þetta er sjötta kjörtímabilið sem hann situr við völd, eða frá árinu 1994. Síðan 9. ágúst í fyrra hefur mikil mótmælaalda riðið yfir landið vegna niðurstöðu kosninganna og fjöldi fólks hefur flúið. Hafa skipað sérstaka rannsóknarnefnd Í tilkynningu greindi Alþjóðaólympíunefndin frá því að aðgangspassar þjálfaranna tveggja hafi verið fjarlægðir „til öryggis… fyrir vellíðan íþróttamanna Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands sem eru enn í Tókýó,“ sagði í tilkynningunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað til sérstaklega rannsóknarnefnd til að skoða mál Tímanovskaju en báðir þjálfararnir munu fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Thomas Bach sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ánægð að Tímanovskaja sé komin í öruggt skjól í Póllandi og sagði atvikið hafa verið hræðilegt.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56
Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01