Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 11:57 Stjórnarher Afganistans og öðrum sveitum sem hliðhollar eru ríkisstjórn landsins, hefur gengið illa í að halda aftur af sókn Talibana. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. Fyrr í dag bárust fregnir af því að Talibanar hefðu myrt Dawa Khan Menapal, yfirmann upplýsingamála hjá ríkisstjórn Afganistans. Hann var skotinn til bana af hópi árásarmanna á vegi vestur af Kabúl, höfuðborg landsins. Vitni sögðu TOLO News frá Afganistan að Menapal hafi verið að koma úr mosku eftir bænir og hefði líklegast verið á leið heim til sín. Talsmaður Talibana staðfesti við AP fréttaveituna að þeir hefðu myrt Menapal. Það hefðu þeir gert í sérstakri árás og að markmiðið hafi verið að „refsa honum vegna gjörða hans“. Fyrr í vikunni gerðu Talibanar árás á heimili varnarmálaráðherra landsins. Þá hétu þeir fleiri árásum á leiðtoga ríkisstjórnanarinnar. Talibanar gerðu nýverið árásir á þrjár aðrar héraðshöfuðborgir í landinu. Það eru Kandahar, Herat og Lashkar Gah. Bardagar standa enn yfir en Talibanar eru sagðir hafa náð tökum á mestallri Lashkar Gah og þótti líklegt að það yrði fyrsta höfuðborgin til að falla í hendur þeirra. Sjá einnig: Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Fyrstu fregnir af falli Zaranj gefa til kynna að borgin hafi í raun gefist upp fyrir Talibönum eftir samningaviðræður við Talibana. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar enn. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Zaranj að borgin hafi fallið vegna þess að liðsauki hafi ekki borist frá ríkisstjórninni í Kabúl. Skömmu áður höfðu vígamenn tekið stjórn á fangelsi Nimruz, sem er nærri borginni, og sleppt þaðan vígamönnum sem búið var að handsama. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir af því að Talibanar hefðu myrt Dawa Khan Menapal, yfirmann upplýsingamála hjá ríkisstjórn Afganistans. Hann var skotinn til bana af hópi árásarmanna á vegi vestur af Kabúl, höfuðborg landsins. Vitni sögðu TOLO News frá Afganistan að Menapal hafi verið að koma úr mosku eftir bænir og hefði líklegast verið á leið heim til sín. Talsmaður Talibana staðfesti við AP fréttaveituna að þeir hefðu myrt Menapal. Það hefðu þeir gert í sérstakri árás og að markmiðið hafi verið að „refsa honum vegna gjörða hans“. Fyrr í vikunni gerðu Talibanar árás á heimili varnarmálaráðherra landsins. Þá hétu þeir fleiri árásum á leiðtoga ríkisstjórnanarinnar. Talibanar gerðu nýverið árásir á þrjár aðrar héraðshöfuðborgir í landinu. Það eru Kandahar, Herat og Lashkar Gah. Bardagar standa enn yfir en Talibanar eru sagðir hafa náð tökum á mestallri Lashkar Gah og þótti líklegt að það yrði fyrsta höfuðborgin til að falla í hendur þeirra. Sjá einnig: Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Fyrstu fregnir af falli Zaranj gefa til kynna að borgin hafi í raun gefist upp fyrir Talibönum eftir samningaviðræður við Talibana. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar enn. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Zaranj að borgin hafi fallið vegna þess að liðsauki hafi ekki borist frá ríkisstjórninni í Kabúl. Skömmu áður höfðu vígamenn tekið stjórn á fangelsi Nimruz, sem er nærri borginni, og sleppt þaðan vígamönnum sem búið var að handsama.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Sjá meira
Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13
Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31
Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02
Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49
Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48