Vilja ná til óbólusettra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 13:25 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddu við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar í beinni útsendingu á Vísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar kynnti hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ýmis skref sem grípa á til svo bregðast megi við núverandi stöðu í kórónuveirufaraldrinum. Sagði Katrín ljóst að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hafi skilað árangri. „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðruvísi en fyrri bylgjur að því leytinu til að við erum með mörg smit en við erum tiltölulega minni alvarleg veikindi en þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum þannig að enn og aftur vil ég ítreka það að bólusetningin hefur skilað árangri, miklum árangri í vörn fólks gegn alvarlegum sjúkdómi,“ sagði Katrín. En betur mætti ef duga skal. Þannig hafi 27 þúsund manns sem fengið hafi boð í bólusetningu ekki nýtt sér það. Ýmsar ástæður séu fyrir því en ríkisstjórnin vilji hvetja sem flesta til þess að þiggja bólusetningu. „Við viljum ná betur til þessa hóps og reyna að fá hann í bólusetningu,“ sagði Katrín Aðspurð um aðgerðir til þess sagði Katrín að verið væri að rýna í hvað veldur því að þessi hópur hafi ekki þegið bólusetningu. „Við höfum verið að skoða það hvort við getum fengið nánari útlistun á skýringum á því af hverju fólk mætir ekki í bólusetningu. Sú vinna stendur yfir. Það er tiltölulega lítill hlutur sem er með læknisfræðilegar ástæður fyrir því,“ sagði Katrín en meðal annars kom fram í máli Svandísar að almenn hvatning um að koma í bólusetningu hefði til að mynda gefist vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar í beinni útsendingu á Vísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar kynnti hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ýmis skref sem grípa á til svo bregðast megi við núverandi stöðu í kórónuveirufaraldrinum. Sagði Katrín ljóst að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hafi skilað árangri. „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðruvísi en fyrri bylgjur að því leytinu til að við erum með mörg smit en við erum tiltölulega minni alvarleg veikindi en þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum þannig að enn og aftur vil ég ítreka það að bólusetningin hefur skilað árangri, miklum árangri í vörn fólks gegn alvarlegum sjúkdómi,“ sagði Katrín. En betur mætti ef duga skal. Þannig hafi 27 þúsund manns sem fengið hafi boð í bólusetningu ekki nýtt sér það. Ýmsar ástæður séu fyrir því en ríkisstjórnin vilji hvetja sem flesta til þess að þiggja bólusetningu. „Við viljum ná betur til þessa hóps og reyna að fá hann í bólusetningu,“ sagði Katrín Aðspurð um aðgerðir til þess sagði Katrín að verið væri að rýna í hvað veldur því að þessi hópur hafi ekki þegið bólusetningu. „Við höfum verið að skoða það hvort við getum fengið nánari útlistun á skýringum á því af hverju fólk mætir ekki í bólusetningu. Sú vinna stendur yfir. Það er tiltölulega lítill hlutur sem er með læknisfræðilegar ástæður fyrir því,“ sagði Katrín en meðal annars kom fram í máli Svandísar að almenn hvatning um að koma í bólusetningu hefði til að mynda gefist vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48