Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2021 20:07 Vísir/Hulda Margrét Það var blíðskaparveður í Fossvoginum fyrr í kvöld þegar Víkingur R. og KA mættust í 16. umferð Pepsi Max deildar karla í hörkuspennandi leik. Eftir að hafa verið yfir meiri hluta leiksins fengu heimamenn á sig mark undir blálokin og var því niðurstaðan 2-2. Bæði lið byrjuðu af miklum krafti en Víkingur áttu fyrsta færi leiksins þegar Erlingur Agnarsson fékk boltann rétt utan við teig andstæðinganna en skotið rétt framhjá. Það leið ekki á löngu þar til Víkingur fengu sitt annað færi en í þetta sinn var það Logi Tómasson sem átti skotið en Steinþór Már varði. Víkingur náðu þó aftur boltanum og eftir fína skallasendingu frá Júlíusi Magnússyni endaði boltinn hjá Viktori Andrasyni sem tók boltann inn á við og kom sínum mönnum í forystu með laglegu marki niðri í fjær hornið. Heimamenn áttu frumkvæðið mest megnis í byrjun leiks en þeir héldu áfram að sækja á mark KA. Fyrsta færi Akureyringanna kom loks á 21. mínútu þegar Nökkvi Þeyr fær boltann á ferð inn á teiginn frá Hallgrími Mar en Þórður Ingason varði auðveldlega. Örskotstundu síðar fékk Nökkvi aðra tilraun en í þetta sinn fór boltinn af varnarmanni og aftur fyrir mark. Frá hornspyrnunni endaði boltinn í skallaeinvígi inni í vítateig Víkings en þar var það Mikkel Qvist sem vann hana og kom boltanum á Rodrigo Gomes sem klárarðiörugglega og jafnaði fyrir sitt lið, 1-1. Eftir jöfnunarmark KA lifnuðu bæði lið við og skiptust liðin á skyndisóknum og marktilraunum. Á 35. mínútu fékk Logi Tómasson gult spjald fyrir leikaraskap eftir að hafa tekið dýfu þegar Þorri Mar renndi sér inn í vítateiginn. KA menn fengu eitt færi til viðbótar það sem eftir leið fyrri hálfleiks en það var hann Ásgeir Sigurgeirsson sem átti það. Eftir hratt spil upp völlinn fékk Ásgeir dauðafæri sem fór af Halldóri Smára til Þórðar sem var fljótur að koma boltanum aftur til leiks. Víkingur lögðu í skyndisókn upp vinstri kantinn og eftir fínt spil kemur fyrirgjöfin frá Karli Friðleifi inn í teig þar sem Kristall Máni tók við sendingunni og átti flottan skallabolta inn í markið. Staðan orðin 2-1 fyrir Víking og leiktími fyrri hálfleiks rann út. KA höfðu frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks er þeir fengu færi þegar um fimm mínútur voru liðnar. Hallgrímur Mar fékk sendinguna úti við teig vinstra megin frá Þorra Mar en skotið var yfir. Þeir fengu þó annað færi stuttu seinna þegar Mark Gundelach fékk boltann frá Nökkva Þeyr en skotið var framhjá. Víkingur fengu algjört dauðafæri stuttu seinna þegar Erlingur fékk sendinguna inn í teig þar sem hann fann samherja sinn, Helga Guðjónsson, sem tók skotið en Steinþór Már varði virkilega vel. Enn og aftur skiptust liðin á færum á milli þess sem þjálfarar gerðu skiptingar. Á 86. mínútu leiks sækja KA á markið en Hallgrímur Mar sendi frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Rodrigo Gomes lá. Gomes tekur við boltanum og jafnar örugglega fyrir sitt lið og staðan orðin 2-2. Í byrjun uppbótartíma var brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn og dæmd er á aukaspyrna. Við þetta sauð allt upp úr bæði hjá leikmönnum og þjálfurum sem báðir létu ófá blótsyrði falla og fengu þeir fyrir það sitthvort gula spjaldið. Fjórða gula spjaldið kom ekki löngu síðar en það var hann Halldór Smári sem fékk að lýta það eftir tæklingu. Lítið sem ekkert átti sér stað síðustu mínútuna og flautaði þá Vilhjálmur leikinn af. 2-2 jafntefli var niðurstaðan og voru þetta nokkuð sanngjörn úrslit. Afhverju endaði leikurinn í jafntefli? Víkingur pressuðu mikið á Akureyringana í fyrri hálfleik og voru duglegir að skapa sér færi. Þeir sóttu mun meira á markið og skoruðu tvö góð mörk út frá því. Mark KA kom eftir góðan kafla og mikla baráttu á vallarhelmingi andstæðingana og lá markið í loftinu í smá tíma. Síðari hálfleikur gekk mun brösulegra og var mikið jafnræði hjá báðum liðum. KA færðu sig ofar á völlinn og fóru sækja meira á markið og Víkingur slökuðu örlítið of mikið á. Víkingur náðu þó að verjast en þegar það leit hvað mest út fyrir að þeir myndu sigla sigrinum heim þá fengu þeir jöfnunarmarkið á sig undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Víkings voru það ungu strákarnir sem stóðu mikið upp úr í dag. Kristall Máni átti virkilega góðan leik en hann skoraði meðal annars annað mark Víkings. Þórður átti einnig fínan leik í dag. Rodrigo Gomes Mateo stóð klárlega upp úr hjá KA en hann skoraði bæði mörk akureyringanna. Hann var einnig virkilega líflegur í sókninni og gerði mikið fyrir sitt lið í dag. Hallgrímur Mar átti mjög góðan leik. Hann átti nokkur góð færi sem og stoðsendingar og sýndi mikinn karakter. Steinþór Már var flottur í markinu í dag og tók marga mikilvæga bolta. Hann varði einnig algjört dauðafæri við miðbik seinni hálfleiks. Hvað gekk illa? KA áttu töluvert erfiðara með að fá færi í dag en pressa Víkings í fyrri hálfleik reyndist þeim um megn. Í síðari hálfleik fóru bæði lið illa að ráðum sínum og vantaði þá örlítið upp á spilamennskuna. Víkingur slökuðu eflaust of mikið á í síðari hálfleik sem varð til þess að KA menn fóru að sækja harðar að þeim. Akureyringarnir fóru að spila mun framar og kom það heimamönnunum í töluverða opna skjöldu. Hvað gerist næst? KA munu fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn næsta þar sem liðin leika í 17. umferð deildarinnar. Á mánudeginum munu Víkingur leika við Val á útivelli. Arnar Grétarsson: Erfiður útivöllur og að sækja stig hingað er bara geggjað „Mér fannst Víkingarnir byrja mun betur fyrstu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks. Þeir réðu gangi ferðarinnar, fengu nokkra hálfsénsa og mér fannst við vera frekar hræddir og ekki alveg að gera það sem við eigum að geta. En eftir að þeir skora fyrra markið þá fannst mér við lifna við og skorum gott mark og komum okkur betur inn í seinni hálfleikinn. Við vorum fínir seinustu tuttugu mínútur leiksins. Þegar við fáum seinna markið á okkur þá töpuðum við boltanum illa, eftir að vera búnir að koma okkur í góða stöðu og búnir að vinna boltann. Komnir í góða stöðu til þess að sækja hratt og það kom léleg sending frá okkur og þeir refsa okkur í kjölfarið,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA í leikslok. „Það er alltaf slæmt að vera einu marki undir í blálokin. Víkingur eru nátturlega með hörkulið. En mér fannst við spila vel í seinni hálfleik. Við vorum að loka miklu betur á þá, pressuðum þá miklu betur og vorum að koma okkur í fínar ákjósunarstöður. Ég er sáttur, að miðað við hvernig leikurinn þróast, þá náum við í stig. Mér fannst við alveg vinna til þess.“ „Auðvitað vill maður alltaf sjá meira. Í byrjun leiks hefði ég viljað að leikmennirnir myndu þora meira, taka fleiri sénsa, spila, því við erum góðir í fótbolta. Menn voru svolítið ragir við það í byrjun. Það er bara eitthvað sem við þurfum að reyna að laga. En þegar við erum besta útgáfan af okkur sjálfum þá erum við virkilega góðir í fótbolta og getur skákað hverjum sem er. Víkingur eru búnir að sýna það í allt sumar að það er ekki af ástæðulausu að þeir eru á þeim stað sem þeir eru. Þeir eru með hrikalega flott lið og hafa verið að spila gríðarlega flottan fótbolta og einn árangursríkasta finnst mér. Þetta er erfiður útivöllur og að sækja stig hingað er bara geggjað. Auðvitað vildum við meira en við þurfum bara að læra að kunna að meta það.“ „Það er ástríða í þessum leik. Við báðir (Arnar Gunnlaugsson) misstum okkur kannski aðeins og það stundum fylgir þessu. Við getum alveg sagt það að það er mikið undir hjá báðum liðum. Þegar leikurinn er flautaður af þá fréttum við að Valur hefur tapað, sem þýðir í raun bara sigur hjá öðru hvoru liðinu. Þá erum við komnir í bullandi stöðu og það sýnir sig alveg stundum hvernig menn haga sér eins og litir krakkar á bekknum. En auðvitað eigum við að reyna að vera þroskaðari en þetta en stundum dettur maður í einhvern gír og það er eitthvað sem við þurfum ekki til eftirbreytni.“ „Það er bara áfram gakk eftir þetta. Við eigum auðvitað einn leik inni, það eru þrjú stig í Víkinga og sex stig í Val. Hver einasti leikur í þessari deild er erfiður. Við sjáum það að Valur fer á Leiknisvöll og tapar þar. Það er ekkert gefið í þessu og ef við náum að setja saman ansi marga sigra úr þeim leikjum sem við eigum eftir að þá eigum við alveg möguleika. En það er bara næsti leikur og við þurfum að fara að sækja þessi þrjú stig.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17
Það var blíðskaparveður í Fossvoginum fyrr í kvöld þegar Víkingur R. og KA mættust í 16. umferð Pepsi Max deildar karla í hörkuspennandi leik. Eftir að hafa verið yfir meiri hluta leiksins fengu heimamenn á sig mark undir blálokin og var því niðurstaðan 2-2. Bæði lið byrjuðu af miklum krafti en Víkingur áttu fyrsta færi leiksins þegar Erlingur Agnarsson fékk boltann rétt utan við teig andstæðinganna en skotið rétt framhjá. Það leið ekki á löngu þar til Víkingur fengu sitt annað færi en í þetta sinn var það Logi Tómasson sem átti skotið en Steinþór Már varði. Víkingur náðu þó aftur boltanum og eftir fína skallasendingu frá Júlíusi Magnússyni endaði boltinn hjá Viktori Andrasyni sem tók boltann inn á við og kom sínum mönnum í forystu með laglegu marki niðri í fjær hornið. Heimamenn áttu frumkvæðið mest megnis í byrjun leiks en þeir héldu áfram að sækja á mark KA. Fyrsta færi Akureyringanna kom loks á 21. mínútu þegar Nökkvi Þeyr fær boltann á ferð inn á teiginn frá Hallgrími Mar en Þórður Ingason varði auðveldlega. Örskotstundu síðar fékk Nökkvi aðra tilraun en í þetta sinn fór boltinn af varnarmanni og aftur fyrir mark. Frá hornspyrnunni endaði boltinn í skallaeinvígi inni í vítateig Víkings en þar var það Mikkel Qvist sem vann hana og kom boltanum á Rodrigo Gomes sem klárarðiörugglega og jafnaði fyrir sitt lið, 1-1. Eftir jöfnunarmark KA lifnuðu bæði lið við og skiptust liðin á skyndisóknum og marktilraunum. Á 35. mínútu fékk Logi Tómasson gult spjald fyrir leikaraskap eftir að hafa tekið dýfu þegar Þorri Mar renndi sér inn í vítateiginn. KA menn fengu eitt færi til viðbótar það sem eftir leið fyrri hálfleiks en það var hann Ásgeir Sigurgeirsson sem átti það. Eftir hratt spil upp völlinn fékk Ásgeir dauðafæri sem fór af Halldóri Smára til Þórðar sem var fljótur að koma boltanum aftur til leiks. Víkingur lögðu í skyndisókn upp vinstri kantinn og eftir fínt spil kemur fyrirgjöfin frá Karli Friðleifi inn í teig þar sem Kristall Máni tók við sendingunni og átti flottan skallabolta inn í markið. Staðan orðin 2-1 fyrir Víking og leiktími fyrri hálfleiks rann út. KA höfðu frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks er þeir fengu færi þegar um fimm mínútur voru liðnar. Hallgrímur Mar fékk sendinguna úti við teig vinstra megin frá Þorra Mar en skotið var yfir. Þeir fengu þó annað færi stuttu seinna þegar Mark Gundelach fékk boltann frá Nökkva Þeyr en skotið var framhjá. Víkingur fengu algjört dauðafæri stuttu seinna þegar Erlingur fékk sendinguna inn í teig þar sem hann fann samherja sinn, Helga Guðjónsson, sem tók skotið en Steinþór Már varði virkilega vel. Enn og aftur skiptust liðin á færum á milli þess sem þjálfarar gerðu skiptingar. Á 86. mínútu leiks sækja KA á markið en Hallgrímur Mar sendi frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Rodrigo Gomes lá. Gomes tekur við boltanum og jafnar örugglega fyrir sitt lið og staðan orðin 2-2. Í byrjun uppbótartíma var brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn og dæmd er á aukaspyrna. Við þetta sauð allt upp úr bæði hjá leikmönnum og þjálfurum sem báðir létu ófá blótsyrði falla og fengu þeir fyrir það sitthvort gula spjaldið. Fjórða gula spjaldið kom ekki löngu síðar en það var hann Halldór Smári sem fékk að lýta það eftir tæklingu. Lítið sem ekkert átti sér stað síðustu mínútuna og flautaði þá Vilhjálmur leikinn af. 2-2 jafntefli var niðurstaðan og voru þetta nokkuð sanngjörn úrslit. Afhverju endaði leikurinn í jafntefli? Víkingur pressuðu mikið á Akureyringana í fyrri hálfleik og voru duglegir að skapa sér færi. Þeir sóttu mun meira á markið og skoruðu tvö góð mörk út frá því. Mark KA kom eftir góðan kafla og mikla baráttu á vallarhelmingi andstæðingana og lá markið í loftinu í smá tíma. Síðari hálfleikur gekk mun brösulegra og var mikið jafnræði hjá báðum liðum. KA færðu sig ofar á völlinn og fóru sækja meira á markið og Víkingur slökuðu örlítið of mikið á. Víkingur náðu þó að verjast en þegar það leit hvað mest út fyrir að þeir myndu sigla sigrinum heim þá fengu þeir jöfnunarmarkið á sig undir lokin. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Víkings voru það ungu strákarnir sem stóðu mikið upp úr í dag. Kristall Máni átti virkilega góðan leik en hann skoraði meðal annars annað mark Víkings. Þórður átti einnig fínan leik í dag. Rodrigo Gomes Mateo stóð klárlega upp úr hjá KA en hann skoraði bæði mörk akureyringanna. Hann var einnig virkilega líflegur í sókninni og gerði mikið fyrir sitt lið í dag. Hallgrímur Mar átti mjög góðan leik. Hann átti nokkur góð færi sem og stoðsendingar og sýndi mikinn karakter. Steinþór Már var flottur í markinu í dag og tók marga mikilvæga bolta. Hann varði einnig algjört dauðafæri við miðbik seinni hálfleiks. Hvað gekk illa? KA áttu töluvert erfiðara með að fá færi í dag en pressa Víkings í fyrri hálfleik reyndist þeim um megn. Í síðari hálfleik fóru bæði lið illa að ráðum sínum og vantaði þá örlítið upp á spilamennskuna. Víkingur slökuðu eflaust of mikið á í síðari hálfleik sem varð til þess að KA menn fóru að sækja harðar að þeim. Akureyringarnir fóru að spila mun framar og kom það heimamönnunum í töluverða opna skjöldu. Hvað gerist næst? KA munu fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn næsta þar sem liðin leika í 17. umferð deildarinnar. Á mánudeginum munu Víkingur leika við Val á útivelli. Arnar Grétarsson: Erfiður útivöllur og að sækja stig hingað er bara geggjað „Mér fannst Víkingarnir byrja mun betur fyrstu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks. Þeir réðu gangi ferðarinnar, fengu nokkra hálfsénsa og mér fannst við vera frekar hræddir og ekki alveg að gera það sem við eigum að geta. En eftir að þeir skora fyrra markið þá fannst mér við lifna við og skorum gott mark og komum okkur betur inn í seinni hálfleikinn. Við vorum fínir seinustu tuttugu mínútur leiksins. Þegar við fáum seinna markið á okkur þá töpuðum við boltanum illa, eftir að vera búnir að koma okkur í góða stöðu og búnir að vinna boltann. Komnir í góða stöðu til þess að sækja hratt og það kom léleg sending frá okkur og þeir refsa okkur í kjölfarið,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA í leikslok. „Það er alltaf slæmt að vera einu marki undir í blálokin. Víkingur eru nátturlega með hörkulið. En mér fannst við spila vel í seinni hálfleik. Við vorum að loka miklu betur á þá, pressuðum þá miklu betur og vorum að koma okkur í fínar ákjósunarstöður. Ég er sáttur, að miðað við hvernig leikurinn þróast, þá náum við í stig. Mér fannst við alveg vinna til þess.“ „Auðvitað vill maður alltaf sjá meira. Í byrjun leiks hefði ég viljað að leikmennirnir myndu þora meira, taka fleiri sénsa, spila, því við erum góðir í fótbolta. Menn voru svolítið ragir við það í byrjun. Það er bara eitthvað sem við þurfum að reyna að laga. En þegar við erum besta útgáfan af okkur sjálfum þá erum við virkilega góðir í fótbolta og getur skákað hverjum sem er. Víkingur eru búnir að sýna það í allt sumar að það er ekki af ástæðulausu að þeir eru á þeim stað sem þeir eru. Þeir eru með hrikalega flott lið og hafa verið að spila gríðarlega flottan fótbolta og einn árangursríkasta finnst mér. Þetta er erfiður útivöllur og að sækja stig hingað er bara geggjað. Auðvitað vildum við meira en við þurfum bara að læra að kunna að meta það.“ „Það er ástríða í þessum leik. Við báðir (Arnar Gunnlaugsson) misstum okkur kannski aðeins og það stundum fylgir þessu. Við getum alveg sagt það að það er mikið undir hjá báðum liðum. Þegar leikurinn er flautaður af þá fréttum við að Valur hefur tapað, sem þýðir í raun bara sigur hjá öðru hvoru liðinu. Þá erum við komnir í bullandi stöðu og það sýnir sig alveg stundum hvernig menn haga sér eins og litir krakkar á bekknum. En auðvitað eigum við að reyna að vera þroskaðari en þetta en stundum dettur maður í einhvern gír og það er eitthvað sem við þurfum ekki til eftirbreytni.“ „Það er bara áfram gakk eftir þetta. Við eigum auðvitað einn leik inni, það eru þrjú stig í Víkinga og sex stig í Val. Hver einasti leikur í þessari deild er erfiður. Við sjáum það að Valur fer á Leiknisvöll og tapar þar. Það er ekkert gefið í þessu og ef við náum að setja saman ansi marga sigra úr þeim leikjum sem við eigum eftir að þá eigum við alveg möguleika. En það er bara næsti leikur og við þurfum að fara að sækja þessi þrjú stig.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir „Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17
„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. 8. ágúst 2021 20:17
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti