Íslenski boltinn

Bryndís Arna fór beint upp á spítala eftir leikinn við Keflavík

Atli Arason skrifar
Bryndís Arna Níelsdóttir í baráttunni við landsliðskonuna Alexöndru Jóhannsdóttur síðasta sumar.
Bryndís Arna Níelsdóttir í baráttunni við landsliðskonuna Alexöndru Jóhannsdóttur síðasta sumar. Vísir/Bára Dröfn

Bryndís Arna Níelsdóttir var besti leikmaður vallarins í 1-2 sigri Fylkis á heimakonum í Keflavík fyrr í kvöld. Bryndís skoraði bæði mörk Fylkis í leiknum og er hún nú markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk í sumar.

Undir lok leiks í kvöld fékk Bryndís tvö högg en í því seinna lág hún óvíg eftir og sjúkralið Fylkis kallaði strax eftir skiptingu. Stuttu seinna flautaði Jóhann Ingi dómari leikinn af og var Bryndísi strax flýtt upp á spítala í myndatöku en Bryndís var augljóslega mjög kvalin.

Vangaveltur fóru strax í gang hvort að Bryndís hafi viðbeinsbrotnað og ef það reynist rétt þá gæti hún verið frá í einhvern tíma en það væri þá stórt skarð hoggið í lið Fylkis sem væri þá án markahæsta leikmann liðsins í fallbaráttunni sem er fram undan hjá liðinu.

Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í stöðuna á Bryndísi strax eftir leik en hann gat lítið upplýst um stöðuna á henni svona stutt eftir leik.

„Ég er í rauninni ekki með neinar frekari fréttir. Þetta gæti verið beinbrot því hún lenti illa og það er ekki gott fyrir okkur en vonandi er þetta bara ekki neitt,“ sagði Kjartan Stefánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×