Úr ellefu í hundrað þúsund daglegra greininga á sex vikum Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2021 09:01 Óbólusettir íbúar Flórída bíða í röð eftir ða verða bólusettir. AP/Marta Lavandier Fleiri en hundrað þúsund manns greinast smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum á degi hverjum að meðaltali. Nýja kórónuveiran dreifist hratt meðal óbólusettra þar í landi og þá sérstaklega í Suðurríkjunum þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir undir gífurlegu álagi. AP fréttaveitan segir að undir lok júnímánaðar hafi sjö daga meðaltal smitaðra í Bandaríkjunum verið um ellefu þúsund á dag. Nú sé það 107.143. Það tók Bandaríkin níu mánuði frá því faraldurinn hófst þar í landi að fara í hundrað þúsund smitaða á dag. Að þessu sinni tók það einungis sex vikur og það jafnvel þó rúmlega 70 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna séu fullbólusettir. Sjö daga meðaltal þeirra sem deyja á dag hefur einnig aukist úr 270 fyrir tveimur vikum í tæplega fimm hundruð í gær. Dauðsföll eru mun færri en þau voru síðast þegar um hundrað þúsund greindust smitaðir á dag og er það rakið til bólusetninga. Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og samkvæmt AP er skortur á sjúkrarými víða. Í Houston í Texas hefur þurft að flytja sjúklinga úr borginni og þar á meðal er einn sjúklingur sem var fluttur alla leið til Norður-Dakóta. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.AP/Wilfredo Lee Hvergi fleiri á sjúkrahúsi en í Flórída Ástandið hefur versnað hratt í Flórída og eru innlagnir hvergi fleiri í Bandaríkjunum. Þar hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri, neitað að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða. Í gær samþykkti hann ný lög sem ætlað er að stöðva skólayfirvöld í ríkinu í því að koma á grímuskyldum í skólum. DeSantis brást reiður við spurningu blaðamanns í vikunni um grímur og börn og sakaði Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á fjölgun smitaðra með dylgjum um að ólöglegir innflytjendur frá Suður-Ameríku séu að bera smit inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Auk DeSantis hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, einnig haldið þessu fram. Sérfræðingar segja þá, og aðra íhaldsmenn, hafa rangt fyrir sér. Um sextán prósent þeirra sem komi yfir landamærin greinist með Covid-19 en þeir séu ekki að valda dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42 Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32 WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45 Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
AP fréttaveitan segir að undir lok júnímánaðar hafi sjö daga meðaltal smitaðra í Bandaríkjunum verið um ellefu þúsund á dag. Nú sé það 107.143. Það tók Bandaríkin níu mánuði frá því faraldurinn hófst þar í landi að fara í hundrað þúsund smitaða á dag. Að þessu sinni tók það einungis sex vikur og það jafnvel þó rúmlega 70 prósent fullorðinna Bandaríkjamanna séu fullbólusettir. Sjö daga meðaltal þeirra sem deyja á dag hefur einnig aukist úr 270 fyrir tveimur vikum í tæplega fimm hundruð í gær. Dauðsföll eru mun færri en þau voru síðast þegar um hundrað þúsund greindust smitaðir á dag og er það rakið til bólusetninga. Innlögnum á sjúkrahús hefur fjölgað verulega og samkvæmt AP er skortur á sjúkrarými víða. Í Houston í Texas hefur þurft að flytja sjúklinga úr borginni og þar á meðal er einn sjúklingur sem var fluttur alla leið til Norður-Dakóta. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.AP/Wilfredo Lee Hvergi fleiri á sjúkrahúsi en í Flórída Ástandið hefur versnað hratt í Flórída og eru innlagnir hvergi fleiri í Bandaríkjunum. Þar hefur Ron DeSantis, ríkisstjóri, neitað að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða. Í gær samþykkti hann ný lög sem ætlað er að stöðva skólayfirvöld í ríkinu í því að koma á grímuskyldum í skólum. DeSantis brást reiður við spurningu blaðamanns í vikunni um grímur og börn og sakaði Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á fjölgun smitaðra með dylgjum um að ólöglegir innflytjendur frá Suður-Ameríku séu að bera smit inn fyrir landamæri Bandaríkjanna. Auk DeSantis hefur Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, einnig haldið þessu fram. Sérfræðingar segja þá, og aðra íhaldsmenn, hafa rangt fyrir sér. Um sextán prósent þeirra sem komi yfir landamærin greinist með Covid-19 en þeir séu ekki að valda dreifingu veirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42 Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32 WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45 Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5. ágúst 2021 21:42
Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. 4. ágúst 2021 23:32
WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39
Einni og hálfri milljón manna skipað að halda sig heima vegna nítján smitaðra Íbúum borgarinnar Zhangjiajie í Kína hefur verið meinað að yfirgefa heimili sín vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Um 1,5 milljón manna búa í borginni sem er einni vinsæll ferðamannastaður. 4. ágúst 2021 14:45
Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn. 4. ágúst 2021 08:14