Lífið

Faðir Britney segir enga ástæðu til að fella niður forræði sitt yfir dóttur sinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Britney Spears hefur barist fyrir því að losna undan forræði föður síns.
Britney Spears hefur barist fyrir því að losna undan forræði föður síns. EPA/ETIENNE LAURENT

Jamie Spears, faðir Britney Spears, segir enga ástæðu til að fella niður forræði hans yfir henni. Hann fer með forræði yfir fjármálum hennar en söngkonan vill losna við föður sinn úr lífi sínu.

Jamie Spears hefur farið með forræði yfir dóttur sinni frá árinu 2008. Þau eiga nú í baráttu fyrir dómstólum um forræðið. Dómstóll skipað nýveri sérfræðing til að halda utan um líf Britney á meðan Jaime fer enn með forræði fjármála hennar.

Í nýjum dómsskjölum segist Jamie Spears hafa sinnt skyldum sínum sem forræðismaður dóttur sinnar vel. Hann segir einnig að annar Jodi Montgomery, áður nefndur sérfræðingur, hafi hringt í sig nýverið og lýst yfir áhyggjum af geðheilsu Briteny.

Jamie segir að Montgomery hafi lagt til að mögulegt væri að leggja Britney inn á geðdeild.

People segir þó að Montgomery og lögmaður hennar segi Jamie Spears hafa mistúlkað samtal þeirra í síðasta mánuði. Hún gagnrýnir Jamie harðlega í yfirlýsingu og segir honum að hætta „árásum“ sem þessum. Þær geri ekkert annað en að valda skaða.

Hún sagði að allir sem að málefnum Britney komi eigi eingöngu að hugsa um heilsu og vellíðan söngkonunnar. Það sem sé henni í hag.

Montgomery segir rétt að hún hafi rætt geðheilsu Britney við föður hennar. Hún telji hins vegar að það sé hann og forræði hans yfir dóttur sinni sem sé að hafa alvarleg áhrif á geðheilsu Britney.

Þá lagði hún til að fella ætti forræðið niður, eins og hún hefur gert áður.

Sjá einnig: Britney Spears vill losna undan valdi föður síns strax

Britney Spears lýsti því nýverið yfir að hún ætli ekki að spila aftur á tónleikum á meðan faðir hennar fari með forræði yfir fjármálum hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.