Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 11:00 Þeir félagar fögnu innilega sögulegum árangri Noregs í greininni. Elsa/Getty Images Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum. Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Þeir norsku unnu fyrsta sett leiksins 21-17 til að ná yfirhöndinni og var spennan mikil í öðru setti. Aftur höfðu þeir norsku hins vegar betur, í þetta sinn 21-18, og Ólympíugullið því víst. Um er að ræða fyrstu verðlaun Noregs í greininni á Ólympíuleikum. Mol var himinlifandi með sigurinn, og ekki síður að gera betur en móðir hans, Merita Mol, á leikunum í Atlanta í Bandaríkjunum fyrir 25 árum. „Mig dreymdi alltaf um að gera betur en mamma mín á Ólympíuleikunum. Hún lenti í níunda sæti. Ég var í raun virkilega glaður þegar við komumst í átta liða úrslit því þar með náðum við sögulegum árangri með því að tryggja fimmta sætið, hið minnsta,“ Foreldrar hans eiga þá mikið í árangri félaganna eftir því sem kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins, NRK. Faðir hans, Kåre, er einnig fyrrum strandblakmaður líkt og móðir hans og mörgu hefur verið til tjaldað til að börn þeirra nái árangri. Öll fimm eru þau í strandblaki og því þurfti til þess almennilegar aðstæður, sem ekki voru til staðar í Strandvik í Noregi, hvar fjölskyldan býr. „Við höfum gert ótrúlegustu hluti. Meðal annars keyrt bílhlöss af sandi til ferja til Strandvíkur til að setja upp velli,“ segir faðirinn Kåre. „Þetta er algjörlega fáránlegt. Þau hafa hætt í vinnunni sinni. Það er svo mikið á bakvið þennan árangur, því það er bara toppurinn á ísjakanum. Við erum stoltir, en það eru svo margir sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir sonur hans og gullverðlauna hafinn Anders. „Þetta hefur verið löng leið að Ólympíugulli. Þau eiga þetta skilið svo miklu meira en ég. Það er ótrúlegt hvað þau hafa lagt í þetta. Fjölskyldur okkar beggja og vinir. Það eru svo margir sem eiga skilinn hluta í þessu gulli,“ er haft eftir félaga hans Sörum.
Blak Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira