Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. ágúst 2021 19:03 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær að vandamál Landspítala verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka, heldur að spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vildi þó ekki kannast við skort á framleiðni en í skýrslu sem kom út í lok síðasta árs kom fram að framleiðni á íslenskum sjúkrahúsum hafi minnkað síðustu fimm ár, en að starfsmannakostnaður hafi aukist yfir sama tímabil. „Ég veit ekki til þess að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi aukið framleiðni í heimsfaraldri,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Landspítalans. „Það er mjög erfitt að fara fram á meiri framleiðni þegar staðan er eins og hún er, þegar við erum með gjörgæslurnar fullar og smitsjúkdómadeildin er full,“ segir hún. Framkvæmdastjórn Landspítalans réðist í fyrra í átaksverkefni með það að markmiði að leysa vanda sem birtist á bráðamóttöku Landspítalans. Ellefu tillögur voru lagðar fram og kynntar á fréttamannafundi í febrúar á síðasta ári. Guðlaug segir að ýmislegt hafi verið gert en að heimsfaraldur hafi hægt á úrbótum. Staðan væri verri ef ekki hefði verið ráðist í þessa vinnu. „Ég held að staðan væri verri vegna þess að það er ýmislegt þarna sem er undirstrikað og farið í til þess að bæta flæði, verklag og fleira, en það dugir ekki til. Það þarf fleira að koma til, meðal annars, eins og við höfum ítrekað sagt, það þarf að opna fleiri hjúkrunarrými og efla heimaþjónustu, dvo dæmi séu tekin.“ Gagnrýni fjármálaráðherra hafi ekki endilega verið ósanngjörn en þó sé mikilvægt að líta á heildarmyndina. „Það þarf að spyrja þessarar spurningar; hvers vegna er þetta? Ég held að það sé ekki vegna þess að Landspítalinn sé ekki að sinna sínum skyldum en sannarlega þarf fleira að koma til,“ segir Guðlaug Rakel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30 Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Sjá meira
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6. ágúst 2021 14:30
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6. ágúst 2021 20:26