Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 12:45 Íbúar á eyjunni Eviu fylgjast með gróðureldum. Tugir þorpa hafa verið rýmd á eyjunni. AP/Petros Karadjias Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. Hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum og bylgjunni hafa fylgt miklir þurrkar. Tveir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda vísvitandi. Undanfarna daga hafa fjölmargir gróðureldar kviknað á Grikklandi og margir þeirra í grennd við Aþenu, höfuðborg landsins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín en mikill hiti og vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Vindurinn og þurrkur hefur einnig leitt til þess að eldar hafa farið hratt yfir og fólk hefur haft lítinn fyrirvara til að flýja þá. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, líkti þessu sumri við martröð í samtali við slökkviliðsmenn í gær. Hann sagði helsta markmið ríkisstjórnar sinnar vera að bjarga mannslífum. Þá hét hann því að allt skóglendi sem hefði brunnið yrði ræktað á nýjan leik. Her Grikklands hefur verið kallaður út til að takast á við eldana og önnur ríki hafa einnig sent slökkviliðsmenn og búnað. Einn slökkviliðsmaður dó á föstudaginn eftir að rafmagnsstaur féll á hann en þar að auki hafa eldarnir valdið gífurlegu tjóni og mögulega fleiri dauðsföllum. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda og þar á meðal tveir sem taldir eru hafa kveikt elda vísvitandi. Annar þeirra var handtekinn nærri Aþenu í gær og er sakaður um að hafa kveikt elda í tveimur lautum og fjórum ruslagámum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eitthvað hefur dregið úr eldunum við Aþenu frá því í gær en þúsundir hafa þó þurft að flýja frá eyjunni Eviu en þar hafa eldar einnig logað síðustu daga. Þeir tóku þó kipp í gærkvöldi svo rýma þurfti fjölda þorpa. Íbúar segjast hafa tapað öllu í eldunum. Eldar loga víða um heim þessa dagana. Meðal annars má nefna á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Norður-Makedóníu, Tyrklandi, Kanada og Síberíu. Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum og bylgjunni hafa fylgt miklir þurrkar. Tveir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda vísvitandi. Undanfarna daga hafa fjölmargir gróðureldar kviknað á Grikklandi og margir þeirra í grennd við Aþenu, höfuðborg landsins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín en mikill hiti og vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Vindurinn og þurrkur hefur einnig leitt til þess að eldar hafa farið hratt yfir og fólk hefur haft lítinn fyrirvara til að flýja þá. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, líkti þessu sumri við martröð í samtali við slökkviliðsmenn í gær. Hann sagði helsta markmið ríkisstjórnar sinnar vera að bjarga mannslífum. Þá hét hann því að allt skóglendi sem hefði brunnið yrði ræktað á nýjan leik. Her Grikklands hefur verið kallaður út til að takast á við eldana og önnur ríki hafa einnig sent slökkviliðsmenn og búnað. Einn slökkviliðsmaður dó á föstudaginn eftir að rafmagnsstaur féll á hann en þar að auki hafa eldarnir valdið gífurlegu tjóni og mögulega fleiri dauðsföllum. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda og þar á meðal tveir sem taldir eru hafa kveikt elda vísvitandi. Annar þeirra var handtekinn nærri Aþenu í gær og er sakaður um að hafa kveikt elda í tveimur lautum og fjórum ruslagámum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eitthvað hefur dregið úr eldunum við Aþenu frá því í gær en þúsundir hafa þó þurft að flýja frá eyjunni Eviu en þar hafa eldar einnig logað síðustu daga. Þeir tóku þó kipp í gærkvöldi svo rýma þurfti fjölda þorpa. Íbúar segjast hafa tapað öllu í eldunum. Eldar loga víða um heim þessa dagana. Meðal annars má nefna á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Norður-Makedóníu, Tyrklandi, Kanada og Síberíu.
Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44
Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54
Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22