Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 12:45 Íbúar á eyjunni Eviu fylgjast með gróðureldum. Tugir þorpa hafa verið rýmd á eyjunni. AP/Petros Karadjias Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. Hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum og bylgjunni hafa fylgt miklir þurrkar. Tveir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda vísvitandi. Undanfarna daga hafa fjölmargir gróðureldar kviknað á Grikklandi og margir þeirra í grennd við Aþenu, höfuðborg landsins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín en mikill hiti og vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Vindurinn og þurrkur hefur einnig leitt til þess að eldar hafa farið hratt yfir og fólk hefur haft lítinn fyrirvara til að flýja þá. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, líkti þessu sumri við martröð í samtali við slökkviliðsmenn í gær. Hann sagði helsta markmið ríkisstjórnar sinnar vera að bjarga mannslífum. Þá hét hann því að allt skóglendi sem hefði brunnið yrði ræktað á nýjan leik. Her Grikklands hefur verið kallaður út til að takast á við eldana og önnur ríki hafa einnig sent slökkviliðsmenn og búnað. Einn slökkviliðsmaður dó á föstudaginn eftir að rafmagnsstaur féll á hann en þar að auki hafa eldarnir valdið gífurlegu tjóni og mögulega fleiri dauðsföllum. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda og þar á meðal tveir sem taldir eru hafa kveikt elda vísvitandi. Annar þeirra var handtekinn nærri Aþenu í gær og er sakaður um að hafa kveikt elda í tveimur lautum og fjórum ruslagámum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eitthvað hefur dregið úr eldunum við Aþenu frá því í gær en þúsundir hafa þó þurft að flýja frá eyjunni Eviu en þar hafa eldar einnig logað síðustu daga. Þeir tóku þó kipp í gærkvöldi svo rýma þurfti fjölda þorpa. Íbúar segjast hafa tapað öllu í eldunum. Eldar loga víða um heim þessa dagana. Meðal annars má nefna á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Norður-Makedóníu, Tyrklandi, Kanada og Síberíu. Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum og bylgjunni hafa fylgt miklir þurrkar. Tveir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda vísvitandi. Undanfarna daga hafa fjölmargir gróðureldar kviknað á Grikklandi og margir þeirra í grennd við Aþenu, höfuðborg landsins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín en mikill hiti og vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Vindurinn og þurrkur hefur einnig leitt til þess að eldar hafa farið hratt yfir og fólk hefur haft lítinn fyrirvara til að flýja þá. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, líkti þessu sumri við martröð í samtali við slökkviliðsmenn í gær. Hann sagði helsta markmið ríkisstjórnar sinnar vera að bjarga mannslífum. Þá hét hann því að allt skóglendi sem hefði brunnið yrði ræktað á nýjan leik. Her Grikklands hefur verið kallaður út til að takast á við eldana og önnur ríki hafa einnig sent slökkviliðsmenn og búnað. Einn slökkviliðsmaður dó á föstudaginn eftir að rafmagnsstaur féll á hann en þar að auki hafa eldarnir valdið gífurlegu tjóni og mögulega fleiri dauðsföllum. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda og þar á meðal tveir sem taldir eru hafa kveikt elda vísvitandi. Annar þeirra var handtekinn nærri Aþenu í gær og er sakaður um að hafa kveikt elda í tveimur lautum og fjórum ruslagámum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eitthvað hefur dregið úr eldunum við Aþenu frá því í gær en þúsundir hafa þó þurft að flýja frá eyjunni Eviu en þar hafa eldar einnig logað síðustu daga. Þeir tóku þó kipp í gærkvöldi svo rýma þurfti fjölda þorpa. Íbúar segjast hafa tapað öllu í eldunum. Eldar loga víða um heim þessa dagana. Meðal annars má nefna á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Norður-Makedóníu, Tyrklandi, Kanada og Síberíu.
Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44
Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54
Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22