49 greindust smitaðir í einkennasýnatöku og 8 greindust í sóttkvíarsýnatöku. Alls voru 2.300 sýni tekin í gær.
23 hinna smitaðra voru í sóttkví við greiningu en 34 utan sóttkvíar. Í sóttkví eru 2.358 og 1.055 í skimunarsóttkví. 1.380 eru nú í einangrun smitaðir af kórónuveirunni. Átján eru á sjúkrahúsi.
Ekki liggur fyrir hversu stór hluti smitaðra er bólusettur.
Fjórtan daga nýgengi innanlandssmita á hverja hundrað þúsund íbúa er 419,4. Til þess að Ísland komist af rauðum lista Sóttvarnarstofnunar Evrópu þarf nýgengi að fara niður fyrir 200.
Fréttin verður uppfærð.