Evrópusambandið er komið fram úr Bandaríkjunum í bólusetningarkapphlaupinu Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 16:33 Tregða sumra Bandaríkjamanna til að láta bólusetja sig hefur valdið því að ESB er komið fram úr í bóluefnakapphlaupinu. Jeremy Hogan/Getty Þrátt fyrir að hafa byrjað töluvert hægar er Evrópusambandið nú búið að bólusetja stærri hluta íbúa en Bandaríkin. Sextíu prósent íbúa ESB hafa nú fengið einn skammt bóluefnis hið minnsta en einungis 58 prósent Bandaríkjamanna. Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast. Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast.
Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira