Innlent

Fjögur erfið útköll á sama hálftímanum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitir víða á landinu sinna nú útköllum.
Björgunarsveitir víða á landinu sinna nú útköllum. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Suður-, Vestur- og Austurlandi voru kallaðar út í fjögur mismunandi en erfið útköll vegna slysa á fólki á sama hálftímanum í kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er fjölmennt lið björgunarsveita á Suðurlandi að sinna útkalli í Ljósá að Fjallabaki, auk þess sem að fjölmennt lið björgunarsveita sinnir útkalli í Stöðvarfirði.

Þá voru björgunarsveitir á Vesturlandi kallaður út vegna útkalls á Snæfellsnesi sem og í Húsafelli. Björgunarsveitir eru á vettvangi en ekki er vitað um líðan þeirra sem lentu í slysunum.


Tengdar fréttir

Slys í Stöðvarfirði

Um klukkan 17 í dag barst lögreglu tilkynning um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×