Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu er fjölmennt lið björgunarsveita á Suðurlandi að sinna útkalli í Ljósá að Fjallabaki, auk þess sem að fjölmennt lið björgunarsveita sinnir útkalli í Stöðvarfirði.
Þá voru björgunarsveitir á Vesturlandi kallaður út vegna útkalls á Snæfellsnesi sem og í Húsafelli. Björgunarsveitir eru á vettvangi en ekki er vitað um líðan þeirra sem lentu í slysunum.