Sakaður um óíþróttamannslega framkomu á Ólympíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 10:00 Morhad Amdouni hefur unnið gullverðlaun á EM en það var í 10 þúsund metra hlaupi á EM 2018. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Henti öllum vatnsflöskunum í jörðina og tók síðustu flöskuna sjálfur. Óheppni? Ekki að mati netverja sem hafa látið einn Ólympíufara heyra það. Franskur hlaupari hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í úrslitum maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Maraþonhlaupið var eitt af síðustu greinum leikanna sem lauk í gær. French marathon runner Morhad Amdouni sparks sportsmanship row by knocking over water bottles - then running off with last one | @Tom_Morgs https://t.co/42chkxjmLO #Tokyo2020— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 8, 2021 Það var mikill hiti og raki þegar maraþonhlaupið fór fram og hlaupararnir þurftu því að passa sig að nýta sér drykkjarstöðvarnar. Hinn franski Morhad Amdouni, sem endaði í sautjánda sæti í maraþonhlaupinu, virtist hafa ætlað að búa sér til smá forskot á aðra keppendur með því að gera þeim erfitt fyrir að fá vatn á einni drykkjarstöðinni. Þegar Morhad kom að einni drykkjarstöðinni þá henti hann heilli röð af vatnsflöskunum í jörðina eða öllum nema einni. Hann tók hana sjálfsögðu sjálfur og hélt svo áfram. Ástralski langhlauparinn Ben St Lawrence vakti athygli á þessari óíþróttamannslegu framkomu í færslu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Thoughts on Amdouni knocking over an entire row of water before taking the last one? pic.twitter.com/qrPaSzxLBW— Ben St Lawrence (@bennysaint) August 8, 2021 Piers Morgan var líka tilbúinn að afhenda Frakkanum titilinn „mesta fíflið“ á Ólympíuleikunum en aðrir hafa komið Frakkanum til varnar og sagt að þetta hafi verið slys. Það er í það minnsta ljóst að margir keppendur misstu þarna af tækifærinu til að fá vatn og svo fór að 31 af 105 keppendum náði ekki að klára hlaupið. Þarna er hitanum og rakanum um að kenna en ekki „klaufaskap“ Morhad Amdouni. Það var líka önnur drykkjarstöð rétt hjá og það eru ekki til myndir af Amdouni að fella flöskurnar þar. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Franskur hlaupari hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í úrslitum maraþonhlaupsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Maraþonhlaupið var eitt af síðustu greinum leikanna sem lauk í gær. French marathon runner Morhad Amdouni sparks sportsmanship row by knocking over water bottles - then running off with last one | @Tom_Morgs https://t.co/42chkxjmLO #Tokyo2020— Telegraph Sport (@TelegraphSport) August 8, 2021 Það var mikill hiti og raki þegar maraþonhlaupið fór fram og hlaupararnir þurftu því að passa sig að nýta sér drykkjarstöðvarnar. Hinn franski Morhad Amdouni, sem endaði í sautjánda sæti í maraþonhlaupinu, virtist hafa ætlað að búa sér til smá forskot á aðra keppendur með því að gera þeim erfitt fyrir að fá vatn á einni drykkjarstöðinni. Þegar Morhad kom að einni drykkjarstöðinni þá henti hann heilli röð af vatnsflöskunum í jörðina eða öllum nema einni. Hann tók hana sjálfsögðu sjálfur og hélt svo áfram. Ástralski langhlauparinn Ben St Lawrence vakti athygli á þessari óíþróttamannslegu framkomu í færslu á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Thoughts on Amdouni knocking over an entire row of water before taking the last one? pic.twitter.com/qrPaSzxLBW— Ben St Lawrence (@bennysaint) August 8, 2021 Piers Morgan var líka tilbúinn að afhenda Frakkanum titilinn „mesta fíflið“ á Ólympíuleikunum en aðrir hafa komið Frakkanum til varnar og sagt að þetta hafi verið slys. Það er í það minnsta ljóst að margir keppendur misstu þarna af tækifærinu til að fá vatn og svo fór að 31 af 105 keppendum náði ekki að klára hlaupið. Þarna er hitanum og rakanum um að kenna en ekki „klaufaskap“ Morhad Amdouni. Það var líka önnur drykkjarstöð rétt hjá og það eru ekki til myndir af Amdouni að fella flöskurnar þar.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira