Við tökum ábyrgð á losun okkar Jóna Bjarnadóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:01 Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Okkur ber að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir fremsta megni. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þekkja starfsemina vel og vinna stöðugt að því að bæta okkur. Við erum nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP, þegar Landsvirkjun hlaut einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Um langt árabil hefur Landsvirkjun unnið markvisst að því að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangur. Til að tryggja gæði upplýsinganna rýna óháðir endurskoðendur loftslagsbókhaldið okkar og staðfesta árlega losun okkar. Heildarlosun okkar á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 6% á árinu 2020 og kolefnissporið lækkaði um 25% frá árinu áður. Losunin er að meginstofni til frá jarðvarmastöðvum, sem þýðir að sóknartækifærin hjá okkur liggja að miklu leyti á þeim vígstöðvum. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið og vinnum hörðum höndum við að ná þeim, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrirtækið hefur staðið að uppgræðslu lands frá upphafi starfseminnar og gerir enn. Með aðild að Parísarsamningnum settu íslensk stjórnvöld sér markmið um 40% samdrátt í heildarlosun, í samfloti með Noregi og ESB. Skuldbindingar Íslands í tengslum við það markmið eru 30% samdráttur í losun 2030, miðað við árið 2005, en sú tala gæti hækkað þegar nýtt markmið um heildarsamdrátt upp á 55% verður útfært síðar á árinu. Þrátt fyrir að losun vegna vinnslu á endurnýjanlegri orku sé lítil í samanburði við jarðefnaeldsneyti telur hún samt og við hjá Landsvirkjun vinnum að því að draga úr henni eins og kostur er. Framlag okkar til skuldbindinga á beina ábyrgð Íslands verður 3,4% þegar við náum markmiði okkar um 50% samdrátt í beinni losun í lok árs 2025. Ef aukin binding er talin með fer hlutfallið í 8% árið 2030. Okkur hefur gengið vel að ná markmiðum okkar til þessa. Loftslagsáætlun okkar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Árið 2030 ætlum við að vera hætt að kaupa jarðefnaeldsneyti og binda umtalsvert meira heldur en starfsemi fyrirtækisins losar. Með því tökum við ábyrgð á losun frá starfsemi okkar, leggjum okkar af mörkum til skuldbindinga Íslands og í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Okkur ber að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir fremsta megni. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þekkja starfsemina vel og vinna stöðugt að því að bæta okkur. Við erum nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP, þegar Landsvirkjun hlaut einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Um langt árabil hefur Landsvirkjun unnið markvisst að því að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangur. Til að tryggja gæði upplýsinganna rýna óháðir endurskoðendur loftslagsbókhaldið okkar og staðfesta árlega losun okkar. Heildarlosun okkar á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 6% á árinu 2020 og kolefnissporið lækkaði um 25% frá árinu áður. Losunin er að meginstofni til frá jarðvarmastöðvum, sem þýðir að sóknartækifærin hjá okkur liggja að miklu leyti á þeim vígstöðvum. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið og vinnum hörðum höndum við að ná þeim, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrirtækið hefur staðið að uppgræðslu lands frá upphafi starfseminnar og gerir enn. Með aðild að Parísarsamningnum settu íslensk stjórnvöld sér markmið um 40% samdrátt í heildarlosun, í samfloti með Noregi og ESB. Skuldbindingar Íslands í tengslum við það markmið eru 30% samdráttur í losun 2030, miðað við árið 2005, en sú tala gæti hækkað þegar nýtt markmið um heildarsamdrátt upp á 55% verður útfært síðar á árinu. Þrátt fyrir að losun vegna vinnslu á endurnýjanlegri orku sé lítil í samanburði við jarðefnaeldsneyti telur hún samt og við hjá Landsvirkjun vinnum að því að draga úr henni eins og kostur er. Framlag okkar til skuldbindinga á beina ábyrgð Íslands verður 3,4% þegar við náum markmiði okkar um 50% samdrátt í beinni losun í lok árs 2025. Ef aukin binding er talin með fer hlutfallið í 8% árið 2030. Okkur hefur gengið vel að ná markmiðum okkar til þessa. Loftslagsáætlun okkar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Árið 2030 ætlum við að vera hætt að kaupa jarðefnaeldsneyti og binda umtalsvert meira heldur en starfsemi fyrirtækisins losar. Með því tökum við ábyrgð á losun frá starfsemi okkar, leggjum okkar af mörkum til skuldbindinga Íslands og í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar