Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 14:41 Alexander Lúkasjenkó hefur gegnt embætti forseta Hvíta-Rússlands í 26 ár. Getty Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þetta sagði Alexander Lúkasjenka í dag á árlegum blaðamannafundi í forsetahöllinni í Mínsk. Í dag er akkúrat ár síðan Lúkasjenka bar sigur úr bítum í umdeildum forsetakosningum en hann hefur setið á valdastóli í tæpa þrjá áratugi og er hann jafnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. „Í dag horfir allur heimurinn til Hvíta-Rússlands,“ sagði Lúkasjenka. „Hún hefði ekki gert þetta sjálf, það var ráðskast með hana,“ bætti hann við og vísaði þar til spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju samkvæmt frétt Al Jazeera. Krystsína Tímanovskaja hefur flúið til Póllands ásamt eiginmanni sínum.Getty/Maciej Luczniewski Tímanovskaja var stödd í Tókýó í Japan þar sem hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á mánudaginn í síðustu viku. Henni var hins vegar tilkynnt laugardagskvöldið 31. júlí að hún myndi ekki keppa fyrir liðið og að hún skyldi snúa heim hið snarasta. Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina sem hún átti að fara með til Hvíta-Rússlands og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem henni, og eiginmanni hennar, var síðan veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún segist hafa verið tekin úr Ólympíuliðinu eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Lúkasjenka sagði í dag að Tímanovskaja hafi verið í sambandi við pólska félaga sína þegar hún var í Tókýó sem hafi sagt henni að hún skyldi leita strax til japönsku lögreglunnar þegar hún kæmi upp á flugvöll. Að sögn Lúkasjenka sögðu þessir pólsku aðilar Tímanovskaju að hlaupa til japanskra lögreglumanna og öskra að mennirnir sem hafi fylgt henni upp á völl væru útsendarar KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6. ágúst 2021 07:25
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56