Engar samgöngur eftir áratug? Eggert Benedikt Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2021 16:01 Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samgöngur Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita. En hvað þýðir þetta fyrir Ísland? Í Loftslagsvegvísi atvinnulífsins, sem sjö atvinnugreinasamtök gáfu út í vor í samvinnu við Grænvang, kemur skýrt fram að eitt megintækifærið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felst í orkuskiptum í samgöngum og sjávarútvegi. Orkuskipti fólksbíla eru á góðri leið með hraðri innleiðingu rafbíla og uppbyggingu hleðslustöðva. Orkuskipti flutningabíla, skipa og flugvéla verða flóknari. Þar munu lausnirnar felast í fjölbreyttum orkuberum. Ljóst er að grænt vetni og rafeldsneyti, unnið úr vetni, munu leika þar lykilhlutverk. Grænt vetni er unnið með því að rafgreina vatn í frumefnin vetni og súrefni. Við notkun þess fellur eingöngu til vatn. Um þetta var m.a. fjallað á ráðstefnunni „Green Hydrogen – The New Nordic Black?”, sem danska sendiráðið hélt í júní í samvinnu við danska aðila og Grænvang. Þar var undirstrikað mikilvægi þess að innleiðing vetnishagkerfis verði tekin föstum tökum hér á landi. Það er ein forsenda þess að hægt verði að draga nægilega mikið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en eiga samt möguleika á því að halda uppi góðum samgöngum á landi, legi og lofti. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að fylgja eftir áherslum úr Orkustefnu með því að láta vinna sérstakan „Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti”. Slíkur vegvísir mun styðja við markmiðið um að Ísland verði olíulaust árið 2050, ef ekki fyrr. Verkefnið er því skýrt. Íslendingar þurfa að draga hressilega úr losun gróðurhúsalofttegunda en við viljum líka njóta öflugra samgangna. Vissulega er hægt að draga úr orkunotkun með eflingu almenningsamgangna, hjólreiðum og fótgöngum. En sú orka sem landsmenn munu nota, m.a. í almenningssamgöngum, verður að verða græn sem fyrst. Nágrannalönd okkar hafa áttað sig á þessu og eftirspurn eftir grænni orku, m.a. á formi græns vetnis, mun vaxa hratt á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu með aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum orðið í fararbroddi þeirra þjóða sem knýja samgöngur sínar með grænni orku. Vetni leikur þar burðarhlutverk. Hinn möguleikinn er að hafa engar samgöngur eftir áratug. Það er ekki áhugaverð framtíðarsýn. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun