Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 16:26 Joe Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm í Fort Worth í Texas. Netflix Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. Exotic gerði garðinn frægan þegar Netflix-þættirnir Tiger King fóru í loftið í febrúar á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu um hann og dýragarðinn hans fyrir stór kattardýr en fljótt kom í ljós að Exotic er ekki allur þar sem hann er séður. Þættirnir enduðu á því að í ljós kom að Exotic hafði borgað félögum sínum fyrir að myrða Carol Baskin, óvin hans og dýrahirði, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir það. Exotic hefur glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli í nokkra mánuði en segist nú viss um að krabbameinið hafi dreift sér í magann og nárann. Hann hafi ekki fengið læknisþjónustu síðan í október á síðasta ári. Hann segir í samtali við slúðurblaðið The Sun að færist krabbameinið á þriðja eða fjórða stig muni hann ekki þiggja læknisþjónustu. Hann sé „tilbúinn að deyja.“ Exotic afplánar dóminn í Fort Worth fangelsinu í Texas. „Ég hef beðið eftir ristilskoðun og magaspeglun síðan í október. Læknisþjónusta í fangelsum er verri en í fyrir hunda í mannúðlegu samfélagi,“ segir Exotic. Exotic segist hafa verið afar verkjaður í mjöðmum og nára undanfarið og að hann hafi verið með mikla magaverki í meira en ár. Hann segist vonast til að geta hlotið læknisþjónustu á næstunni og hann hyggst láta taka úr sér vefjasýni og fara í maga- og ristilspeglun. „Fangelsið hefur samþykkt að ég gangist undir þessar rannsóknir til að geta staðfest á hvaða stigi krabbameinið er,“ skrifaði Exotic í tilkynningu í maí. „Ég er líkamlega þreyttur og hef lést gríðarlega. Munnsárin eru fáránleg og ég gubba meiru upp en ég borða.“ Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Exotic gerði garðinn frægan þegar Netflix-þættirnir Tiger King fóru í loftið í febrúar á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu um hann og dýragarðinn hans fyrir stór kattardýr en fljótt kom í ljós að Exotic er ekki allur þar sem hann er séður. Þættirnir enduðu á því að í ljós kom að Exotic hafði borgað félögum sínum fyrir að myrða Carol Baskin, óvin hans og dýrahirði, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir það. Exotic hefur glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli í nokkra mánuði en segist nú viss um að krabbameinið hafi dreift sér í magann og nárann. Hann hafi ekki fengið læknisþjónustu síðan í október á síðasta ári. Hann segir í samtali við slúðurblaðið The Sun að færist krabbameinið á þriðja eða fjórða stig muni hann ekki þiggja læknisþjónustu. Hann sé „tilbúinn að deyja.“ Exotic afplánar dóminn í Fort Worth fangelsinu í Texas. „Ég hef beðið eftir ristilskoðun og magaspeglun síðan í október. Læknisþjónusta í fangelsum er verri en í fyrir hunda í mannúðlegu samfélagi,“ segir Exotic. Exotic segist hafa verið afar verkjaður í mjöðmum og nára undanfarið og að hann hafi verið með mikla magaverki í meira en ár. Hann segist vonast til að geta hlotið læknisþjónustu á næstunni og hann hyggst láta taka úr sér vefjasýni og fara í maga- og ristilspeglun. „Fangelsið hefur samþykkt að ég gangist undir þessar rannsóknir til að geta staðfest á hvaða stigi krabbameinið er,“ skrifaði Exotic í tilkynningu í maí. „Ég er líkamlega þreyttur og hef lést gríðarlega. Munnsárin eru fáránleg og ég gubba meiru upp en ég borða.“
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26
Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07
Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30