Snorri Björns: Mesti ávinningurinn í því að hlaupa nógu hægt Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. ágúst 2021 12:30 Hlaupagarpurinn og hlaðvarpskóngurinn Snorri Björns talaði um hlaup og gaf góð ráð í morgunþættinum Brennslunni á FM957. „Nýja leiðin er bara að hlaupa nógu hægt þannig að þú sért bara í rólegheitunum. Þannig að þú sért ekkert að erfiða, þar er mesti ávinningurinn,“ segir þáttarstjórnandinn og hlaupagarpurinn Snorri Björnsson við viðtali í Brennslunni. Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Snorri er án efa ókrýndur hlaðvarpskóngur landsins en hann hefur haldið úti hlaðvarpinu The Snorri Björns Podcast Show síðan 2018. Þættirnir þykja í senn fróðlegir og skemmtilegir og hafa hlotið mikið lof í gegnum árin. Sjálfur hefur Snorri getið sér gott orð sem spyrill, en hann þykir einkar hnyttinn og orðheppinn. Hann vakti fyrst athygli landsmanna á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann deildi skemmtilegum myndbrotum úr leik og starfi en einnig sökkti hann sér djúpt í crossfit heiminn. Ekki skrítið að fólki finnist leiðinlegt að hlaupa Í dag eiga hlaupin hug og hjarta Snorra en í viðtalinu segir hann meðal annars frá því hvernig hlaupaáhugi hans kviknaði og hvernig fólk getur oft á tíðum farið of geyst af stað hlaupin og ef til vill misskilið tilgang þeirra. Ég held að fólk sé svolítið að misskilja þetta. Það fer út að hlaupa og finnur strax að það er alveg að drepast og síðan er það bara að reyna að halda þetta út. Þá er það ekkert skrítið að fólki finnist leiðinlegt a fara út að hlaupa. Þú nýtur þess ekki í sekúndu. Snorri segir það auðvitað nauðsynlegt að reyna á sig inn á milli en mestmegnis eigi hlaupin að vera það róleg að fólk geti notið þeirra en ekki litið á þau sem einhverja píningu. „Þú mátt mögulega bara koma inn af æfingunni og finnast þú ekki hafa verið á æfingu. Þá ertu bara að skoða náttúruna, anda að þér fersku lofti og fá sólarljósið.“ Snorri segir mikilvægt að fólk njóti hlaupanna og líti ekki á hlaupin sem einhverja píningu. Instagram Byrjaði hlaupaferilinn á hálfmaraþoni Snorri segist sjálfur skyndilega hafa heillast af hlaupunum eftir að hafa heyrt vin sinn tala um að hafa hlaupið maraþon. „Ég hitti Arnar Sigurðsson vin minn sem sagði mér frá því að hann hafi hlaupið maraþon undir þremur tímum. Þarna vissi ég ekkert um hlaup, ég vissi ekkert um maraþon og ég vissi ekkert að það væri gott að hlaupa maraþon á undir þremur tímum,“ segir Snorri sem segir áhugann þarna strax hafa kviknað. Ég varð svo peppaður að ég fór út og hljóp hálfmaraþon. Þarna urðu vatnaskilin, þarna byrjuðu hlaupin. Fyrsta heilmaraþonið ógilt Fyrsta heilmaraþon Snorra var í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2018. Ég lauk þessu hlaupi, fagnaði og fékk svo tölvupóst um það að þetta væri aðeins og stutt, og hlaupið var því ekki gilt. Snorri og vinur hans, Sveinn Breki, fóru þá strax í að það að skrá sig í Amsterdam maraþonið sem þeir luku níu vikum síðar. „Við klárum bara dæmið og kláruðum maraþon á þessu ári. Svo að ég hef hlaupið tæplega tvö,“ segir Snorri og hlær. Eitt af því sem kveikti áhuga Snorra á hlaupunum segir hann hafa verið þessa andlegu áskorun sem getur fylgt því að hlaupa að reyna á sig. „Þetta er alltaf að fara að vera andlega barátta.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Brennslan Hlaup Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið