Hvetur efasemdafólk um bólusetningar til að rölta um kirkjugarða borgarinnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. ágúst 2021 11:12 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, fór yfir þessi mál í Bítinu í morgun. Stöð 2 Ónæmisfræðingur segir mikinn sigur að bóluefnin sem hafi ekki verið þróuð gegn delta-afbrigðinu veiti eins góða vörn gegn alvarlegum veikindum og raun ber vitni. Hann hvetur þá sem vilja ekki láta bólusetja sig til að skoða legsteina barna sem fallið hafa í fyrri faröldrum. „Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Í heildina líst mér vel á þetta en auðvitað erum við frekar óhress með að vörnin hefði kannski ekki verið eins góð og raun ber vitni gegn smitinu,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala, sem fór yfir virkni bóluefna í Bítinu í morgun. „En það þarf hins vegar alls ekki að koma á óvart því við erum núna að eiga við béskotans vágest sem er öflugur í því að breyta sér og fela sig fyrir ónæmiskerfinu. Það er stóri vandinn.“ Hann bindur miklar vonir við nýtt bóluefni sem Pfizer er að þróa og er nánast tilbúið. Það eigi að virka mun betur gegn delta-afbrigði veirunnar. Björn Rúnar vonast til að það bóluefni verði ekki að fara í gegn um eins mikið eftirlit og fyrri bóluefnin því nú sé komin reynsla á hvernig bóluefni af þessari gerð virki. Hann er ekki sammála því sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson hafa haldið fram síðustu daga, um að eina leiðin að hjarðónæmi sé sú að meginþorri þjóðarinnar smitist á einhverjum tímapunkti. Þar bindur Björn Rúnar enn vonir við að bóluefnin geti skilað sínu, bæði þau sem nú þegar hafa verið notuð, örvunarskammtar með þeim og ný bóluefni sem munu koma fram og vernda betur gegn smiti. Til þess verður heimsbyggðin öll að verða bólusett sem fyrst: „Besta vörnin fyrir heimsbyggðina er að bólusetja heimsbyggðina strax. Og þá fáum við almennilega dekkun og þá minnka líkurnar á því að við fáum ný og ný afbrigði. Veiran mun halda áfram að breyta sér alveg stöðugt þannig að mín spá er enn þá að við þurfum annað bóluefni svona nokkuð reglulega og að endurbólusetja,“ sagði Björn. Skilaboð til þeirra sem eru á móti bólusetningum Hann segist ekki hafa of miklar áhyggjur af þeim hópi sem er á móti bólusetningum. Frekar hefur hann áhyggjur af þeim hópi sem hefur ekki aðgang að bóluefni í fátækari ríkjum heimsins. Við þá sem vilja ekki láta bólusetja sig hafði hann þetta að segja: „Ég hvet þetta fólk til að taka sér göngutúra um kirkjugarða Reykjavíkur, skoða legsteinana og sjá það hvernig þessar barnaveikir voru að stráfella kornabörn. Þetta er átakanlegt oft að horfa á þessa legsteina og sjá ártölin. Heilu fjölskyldurnar á sínum tíma. Þannig ég hvet fólkið bara til að labba þarna um og velta þessum málum fyrir sér og svo þá bara að tala við mig eða við fólkið sem hefur helgað líf sitt þessu og hefur engra hagsmuna að gæta.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent