Innlent

Fjórðungur lands­manna kominn með Co­vid-kvíða

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar

Kvíði lands­manna hefur aukist mikið sam­hliða vexti far­aldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Co­vid-19. Bið­listar eftir sál­fræði­að­stoð hjá Kvíða­með­ferðar­stöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú.

Nýr þjóðar­púls Gallup, sem var gerður í seinni hluta júlí, sýnir að 30 prósent lands­manna óttist nú mikið að smitast af Co­vid-19. Það voru ekki nema 12 prósent sem lýstu sömu á­hyggjum þegar eins könnun var gerð í fyrri hluta júlí.

Vísir/Sigrún

Meira en helmingur lands­manna segist hafa miklar á­hyggjur af heilsu­fars­legum á­hrifum far­aldursins á Ís­landi miðað við þrjá­tíu prósent í byrjun júlí. Þessar á­hyggjur hafa ekki mælst meiri síðan áður en stærstur hluti þjóðarinnar var orðinn bólu­settur.

Vísir/Sigrún

Í könnun Gallup kemur einnig fram að fjórðungur lands­manna finni nú al­mennt fyrir miklum kvíða vegna Co­vid-19, saman­borið við rúm ellefu prósent í síðustu könnun.

Vísir/Sigrún

Vonbrigði með bóluefnin juku á kvíðann

Fyrir því finna sál­fræðingar landsins vel en bið­listar hjá Kvíða­með­ferðar­stöðinni hafa aldrei verið lengri og má fólk sem vill sækja sér sál­fræði­að­stoðar þar búast við að þurfa að bíða eftir lausum tíma í fjórar til fimm vikur.

Vísir ræddi við Tómas Pál Þor­valds­son sál­fræðing hjá Kvíða­með­ferðar­stöðinni sem má sjá í heild sinni hér að neðan.

Hann segist hafa fundið vel fyrir verri and­legri líðan lands­manna. Hún komi greini­lega fram í aukinni að­sókn í sál­fræði­að­stoð vegna kvíða og annarra and­legra kvilla síðustu mánuði.

„Með aukinni ó­vissu þá kemur meiri kvíði. Það er svona næstum því sama­sem­merki þarna á milli. Og kannski svona í þessari nýjustu bylgju þegar við erum að sjá ein­mitt að bólu­efnin eru ekki alveg að gera það sem við vildum og svona að þá kemur mikil ó­vissa,“ segir Tómas Páll.

„Og fólk sér þá kannski ekki alveg hve­nær þetta mun allt leysast og verða betra. Og með meiri ó­vissu eins og í þessari nýjustu bylgju þá kemur oft meiri kvíði og meiri til­finningar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×