Áhyggjufull vegna loftslagsbreytinga: „Aumingja barnabarnabarnabörnin mín“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2021 19:38 Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. visir Fólk sem fréttastofa ræddi við hefur áhyggjur af hlýnun jarðar. Sumir telja ríkisstjórnina ekki gera nóg og ein óttast að barnabarnabarnabörnin muni eiga slæma tíma á jörðinni. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Fréttastofa leit við í Nauthólsvík í dag og ræddi við fólk um hlýnun jarðar. Mesta vá sem komið hefur upp hjá mannkyninu Hefur þú áhyggjur af loftslagshlýnuninni? „Já það gera örugglega allir. Bráðnun jökla, jöklarnir hopa. Maður sér alveg muninn. Þó að ég sé bara rúmlega sextug þá sé ég muninn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „Já að sjálfsögðu geri ég það. Þetta er mesta vá sem hefur komið upp hjá mannkyninu og hún er af mannavöldum segja vísindamenn og ég trúi þeim,“ sagði Ólafur Hinrik Ragnarsson. Finnst þér stjórnvöld gera nóg til þess að bregðast við þessari vá? „Ég veit ekki hvort ég hafi einhverja skoðun á því,“ sagði Kristín. „Nei en ég gæti líka staðið mig betur líka, svona yfir höfuð,“ sagði Sigurður Páll Pálsson. „Ja þau mega gera betur, töluvert meira,“ sagði Ólafur Hinrik. Hugsar til barnabarnabarnabarnanna Hefur þú áhyggjur fyrir komandi kynslóðir? „Ég verð náttúrulega farin þá en aumingja barnabarnabarnabörnin mín. Þau eiga ekki góðan tíma ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Kristín. Leggur þú eitthvað að mörkum? „Ekki af viti. Það er líka bara svo lítið sem ég get gert. Bara dropi í hafið,“ sagði Jón Rafn Hjálmarsson. „Já ég flokka allan úrgang, hjóla eins mikið og ég get og nota bílinn eins lítið og ég get,“ sagði Ólafur Hinrik. „Þetta snýst allt um peninga. Það er ekkert verið að pæla í því að redda sjónum eða jöklum. Það er bara money, money, money,“ sagði Jón Rafn. Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Fréttastofa leit við í Nauthólsvík í dag og ræddi við fólk um hlýnun jarðar. Mesta vá sem komið hefur upp hjá mannkyninu Hefur þú áhyggjur af loftslagshlýnuninni? „Já það gera örugglega allir. Bráðnun jökla, jöklarnir hopa. Maður sér alveg muninn. Þó að ég sé bara rúmlega sextug þá sé ég muninn,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. „Já að sjálfsögðu geri ég það. Þetta er mesta vá sem hefur komið upp hjá mannkyninu og hún er af mannavöldum segja vísindamenn og ég trúi þeim,“ sagði Ólafur Hinrik Ragnarsson. Finnst þér stjórnvöld gera nóg til þess að bregðast við þessari vá? „Ég veit ekki hvort ég hafi einhverja skoðun á því,“ sagði Kristín. „Nei en ég gæti líka staðið mig betur líka, svona yfir höfuð,“ sagði Sigurður Páll Pálsson. „Ja þau mega gera betur, töluvert meira,“ sagði Ólafur Hinrik. Hugsar til barnabarnabarnabarnanna Hefur þú áhyggjur fyrir komandi kynslóðir? „Ég verð náttúrulega farin þá en aumingja barnabarnabarnabörnin mín. Þau eiga ekki góðan tíma ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Kristín. Leggur þú eitthvað að mörkum? „Ekki af viti. Það er líka bara svo lítið sem ég get gert. Bara dropi í hafið,“ sagði Jón Rafn Hjálmarsson. „Já ég flokka allan úrgang, hjóla eins mikið og ég get og nota bílinn eins lítið og ég get,“ sagði Ólafur Hinrik. „Þetta snýst allt um peninga. Það er ekkert verið að pæla í því að redda sjónum eða jöklum. Það er bara money, money, money,“ sagði Jón Rafn.
Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira