Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 20:04 Hér má sjá hópinn að baki myndinni sem ferðaðist til Sviss. Rosdiana Ciaravolo/Getty Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. Kvikmyndinni var leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara þá öll með stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um leynilögreglumanninn Bússa, sem á í innri átökum við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við harðsvíraða glæpamenn í Reykjavík. Hópurinn sem stendur að baki myndinni er sem stendur staddur í Sviss og var viðstaddur frumsýninguna. Þeir Auðunn og Egill hafa báðir skrásett ferðina á Instagram-reikningum sínum, en hér að neðan má sjá það sem borið hefur hæst á ferðalagi þeirra. Í ferðasögu Auðuns má til að mynda sjá troðfullan, 2.500 manna bíósalinn áður en myndin er frumsýnd. Í lokin má einnig sjá leikstjórann Hannes, glaðan á svip að frumsýningu lokinni. „Ég er bara að jafna mig. Ég er alveg búinn að vera með kökkinn í hálsinum í tvo klukkutíma. Ég er að reyna að halda honum niðri,“ heyrist Hannes segja í lok myndbandsins. Að trailer úr Audda og Sveppa fyrir 10 árum síðan hafi orðið að bíómynd og fengið standing O í Locarno er það sturlaðasta sem ég hef lent í á ferlinum 😅🥰— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 10, 2021 „Að fólk hafi staðið upp og klappað er bara það ruglaðasta sem ég veit,“ segir Auðunn þá, en hann fer með hlutverk Bússa í myndinni. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina, sem verður frumsýnd hér á landi von bráðar. Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndinni var leikstýrt af Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fara þá öll með stór hlutverk í myndinni, sem fjallar um leynilögreglumanninn Bússa, sem á í innri átökum við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við harðsvíraða glæpamenn í Reykjavík. Hópurinn sem stendur að baki myndinni er sem stendur staddur í Sviss og var viðstaddur frumsýninguna. Þeir Auðunn og Egill hafa báðir skrásett ferðina á Instagram-reikningum sínum, en hér að neðan má sjá það sem borið hefur hæst á ferðalagi þeirra. Í ferðasögu Auðuns má til að mynda sjá troðfullan, 2.500 manna bíósalinn áður en myndin er frumsýnd. Í lokin má einnig sjá leikstjórann Hannes, glaðan á svip að frumsýningu lokinni. „Ég er bara að jafna mig. Ég er alveg búinn að vera með kökkinn í hálsinum í tvo klukkutíma. Ég er að reyna að halda honum niðri,“ heyrist Hannes segja í lok myndbandsins. Að trailer úr Audda og Sveppa fyrir 10 árum síðan hafi orðið að bíómynd og fengið standing O í Locarno er það sturlaðasta sem ég hef lent í á ferlinum 😅🥰— Auðunn Blöndal (@Auddib) August 10, 2021 „Að fólk hafi staðið upp og klappað er bara það ruglaðasta sem ég veit,“ segir Auðunn þá, en hann fer með hlutverk Bússa í myndinni. Hér að neðan má sjá stiklu fyrir myndina, sem verður frumsýnd hér á landi von bráðar.
Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn.“ Segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp