Á ég að bólusetja börnin mín við COVID-19? Jón Ívar Einarsson skrifar 11. ágúst 2021 11:01 Ætla má að margir foreldar hér á landi séu í þeim sporum að þurfa að taka ákvörðun um þetta á næstunni, þar sem boðað hefur verið að ráðast skuli í bólusetningu 12-15 ára barna. Ég á sjálfur 13 ára dreng sem stendur til boða að fara í bólusetningu síðar í mánuðinum. Hafandi starfað sem vísindamaður á sviði læknisfræði um árabil tel ég mikilvægt að skoða þau gögn sem eru til staðar til að hjálpa mér að ræða málið við hann áður en bólusetningarnar hefjast hérlendis. Rétt er að taka fram að ég er mjög hlynntur bólusetningum almennt enda eru þær eitt mesta afrek læknavísindanna og hafa bjargað ótal mannslífum síðustu áratugi. Sömuleiðis hef ég verið hlynntur bólusetningu fullorðinna við COVID-19 og þá sérstaklega bólusetningu áhættuhópa. Þó virkni bóluefna til að hindra smit og mynda hjarðónæmi hafi verið ofmetin, hafa þau sannarlega komið í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll, sem skiptir auðvitað mestu máli. Bólusetningar barna á aldrinum 12-15 ára eru hins vegar afar umdeildar. Þannig mælir CDC til dæmis með þeim á meðan aðrir hópar fræðimanna eru á öndverðum meiði. WHO mælir eingöngu með bólusetningu 12-15 ára barna ef þau eru í áhættuhópum. Þá hefur enn fremur verið umdeilt að bólusetja hópa á Vesturlöndum sem eru í lítilli hættu á meðan framlínustarfsfólk og áhættuhópar í þróunarlöndum hafa ekki lokið bólusetningu. Óhætt er að segja að umræðan í íslenskum fjölmiðlum hafi verið nokkuð einsleit og því þótti mér mikilvægt að taka saman nokkra punkta um þetta mikilvæga málefni. Í eftirfarandi úttekt er stiklað á stóru og hún er ekki tæmandi. Hver er áhætta barna af COVID-19 sýkingu? Fyrsta grundvallarspurningin snýr að því hve mikil hætta er á að börn láti lífið ef þau sýkjast af COVID-19 og þrjár nýlegar rannsóknir frá Bretlandi varpa ljósi á stöðuna. Niðurstöðurnar sýna að af þeim börnum á aldrinum 0-17 ára sem greindust með COVID-19 sýkingu lifðu 99.995% barna sýkinguna af en dánarhlutfall í öllu þýðinu var 2 dauðsföll per milljón börn (1/500.000). Hafa ber í huga að hlutfallið var óháð því hvort börnin voru með undirliggjandi sjúkdóma og má því ætla að dánarhlutfall hraustra barna sé enn lægra. Innlagnir á sjúkrahús voru einnig sjaldgæfar, en meirihluti þeirra var hjá börnum með undirliggjandi sjúkdóma. Um helmingur barna sem smitast fá engin einkenni og eru langvarandi veikindi eftir sýkingu hjá börnum sjaldgæf. Þannig sýndi nýleg rannsókn að aðeins 25 af 1379 (1.8%) börnum sem veiktust af COVID-19 voru enn með einkenni 56 dögum eftir sýkingu. Hver er áhættan af bólusetningu? Næst er rétt að spyrja sig hvaða áhætta fylgir því að bólusetja börn við COVID-19? Í stuttu máli má segja að svarið liggi ekki enn fyrir. Líta má til rannsóknarinnar sem Pfizer framkvæmdi til að fá markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis hjá 12-15 ára börnum. Rannsóknin var gerð á rúmlega 2000 börnum, þar sem 1131 barn fékk bóluefnið og hin lyfleysu. Rannsóknin sýndi að skömmu eftir gjöf seinni skammts bóluefnis höfðu 18 í lyfleysuhópnum sýkst en enginn í Pfizer hópnum og jafnframt kom fram sterkt mótefnasvar í síðarnefnda hópnum. Pfizer segir niðurstöðurnar jafngilda 100% virkni, sem er vissulega rétt á þeim tímapunkti, en langtímavirkni mun svo koma í ljós síðar. Rannsóknin er hins vegar alls ekki nægilega stór til að sýna fram á öryggi bóluefnisins í þessum hópi. Til þess þarf að gera rannsókn hjá að minnsta kosti 100.000 börnum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að við þurfum að læra af því sem gerðist hjá fullorðnum. Bóluefnin voru talin vera „mjög örugg“ fyrir fullorðna eftir fyrstu rannsóknir sem voru lagðar til grundvallar til að fá markaðsleyfi. En svo komu smám saman í ljós mjög sjaldgæfar aukaverkanir eftir að bóluefnin höfðu verið gefin milljónum einstaklinga um allan heim. Þar má nefna tölur frá CDC sem sýna bráðaofnæmi (tíðni 2-5 per milljón), TTS (Thrombosis with Thrombocytopenia Syndrome) með tíðni 39 staðfest tilfelli af 13 milljón skömmtum af Janssen, Guillain-Barré Syndrome 143 staðfest tilfelli eftir Janssen og 716 staðfest tilfelli af hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu. Staðfest dauðsföll eftir bólusetningu eru sem betur fer sjaldgæf eða um 6490 í Bandaríkjunum (0.0019% eða 1.9 af 100.000). Þessar síðkomnu aukaverkanir sem komu í ljós eftir að markaðsleyfi var veitt leiddu svo til þess að sum lönd stöðvuðu bólusetningu ákveðinna hópa með ákveðnum tegundum bóluefna, eins og til dæmis í Danmörku, Noregi og hérlendis í tilfelli AstraZeneca bóluefnisins. Börnin njóti vafans Af þessari stuttu yfirferð er óhætt að segja að áhættan sé sem betur fer mjög lítil á báða bóga. Hins vegar vitum við ekki ótvírætt hvernig börn bregðast við bólusetningu við COVID-19. Tíðni hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu er t.a.m. aldurstengd, þ.e.a.s. algengari hjá yngri karlmönnum. Það sama á við um TTS sem er algengara hjá konum yngri en 50 ára. Því er mögulegt að tíðnin verði hærri í börnum, en það á eftir að koma í ljós. Einnig er mögulegt að aðrar sértækar sjaldgæfar aukaverkanir geti komið fram hjá börnum eftir bólusetningu. Á Íslandi hafa yfir 800 börn fengið staðfesta sýkingu af völdum COVID-19 og ekkert þeirra hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Tölur erlendis frá sýna mjög lága dánartíðni óháð áhættuþáttum og langvinn einkenni eftir sýkingu eru sjaldgæf. Það sem gerist við COVID-19 sýkingu hjá börnum er því nokkuð þekkt stærð. Hið tiltölulega nýja Delta afbrigði virðist að vísu vera meira smitandi og því gætu börn smitast hraðar af því og fleiri börn gætu því verið smituð á sama tíma. Hins vegar eru ekki komin fram sannfærandi gögn um að þetta afbrigði sé hættulegra börnum. Bólusetningar hindra ekki smit nægilega vel nú þegar Delta afbrigðið er allsráðandi og bóluefnin virðast því ekki geta gefið nægilega vernd til að mynda hjarðónæmi. Þar með hlýtur sú röksemd að bólusetning barna sé gerð til að vernda aðra eðli málsins samkvæmt að falla um sjálfa sig. Öryggi barna eftir bólusetningu er óþekkt stærð og alls ekki víst að þar sé meiri ávinningur en áhætta. Að mínu mati er því rétt að láta börnin njóta vafans og bíða með bólusetningu þeirra hérlendis, sérstaklega hjá hraustum börnum án áhættuþátta. Skynsamlegast væri að fylgjast með þróun og gögnum erlendis frá þar sem byrjað er að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára og taka mið af gögnunum þegar búið er að fylgja stórum hópi barna eftir í talsverðan tíma. Þannig getum við e.t.v. minnkað líkur á að sjaldgæfar aukaverkanir sem koma ekki í ljós í byrjun geti skaðað börn hérlendis, eins og gerðist í bólusetningum hjá fullorðnum. Ég hvet foreldra til að íhuga málið vel og ræða við börnin sín áður en ákvörðun er tekin. Ákvörðunina þarf fólk svo að byggja á eigin gildum og skoðunum ásamt því að meta sínar eigin aðstæður, meðal annars með tilliti til áhættuþátta. Höfundur er prófessor við Læknadeild Harvard Háskóla og með meistaragráðu í lýðheilsufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ætla má að margir foreldar hér á landi séu í þeim sporum að þurfa að taka ákvörðun um þetta á næstunni, þar sem boðað hefur verið að ráðast skuli í bólusetningu 12-15 ára barna. Ég á sjálfur 13 ára dreng sem stendur til boða að fara í bólusetningu síðar í mánuðinum. Hafandi starfað sem vísindamaður á sviði læknisfræði um árabil tel ég mikilvægt að skoða þau gögn sem eru til staðar til að hjálpa mér að ræða málið við hann áður en bólusetningarnar hefjast hérlendis. Rétt er að taka fram að ég er mjög hlynntur bólusetningum almennt enda eru þær eitt mesta afrek læknavísindanna og hafa bjargað ótal mannslífum síðustu áratugi. Sömuleiðis hef ég verið hlynntur bólusetningu fullorðinna við COVID-19 og þá sérstaklega bólusetningu áhættuhópa. Þó virkni bóluefna til að hindra smit og mynda hjarðónæmi hafi verið ofmetin, hafa þau sannarlega komið í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll, sem skiptir auðvitað mestu máli. Bólusetningar barna á aldrinum 12-15 ára eru hins vegar afar umdeildar. Þannig mælir CDC til dæmis með þeim á meðan aðrir hópar fræðimanna eru á öndverðum meiði. WHO mælir eingöngu með bólusetningu 12-15 ára barna ef þau eru í áhættuhópum. Þá hefur enn fremur verið umdeilt að bólusetja hópa á Vesturlöndum sem eru í lítilli hættu á meðan framlínustarfsfólk og áhættuhópar í þróunarlöndum hafa ekki lokið bólusetningu. Óhætt er að segja að umræðan í íslenskum fjölmiðlum hafi verið nokkuð einsleit og því þótti mér mikilvægt að taka saman nokkra punkta um þetta mikilvæga málefni. Í eftirfarandi úttekt er stiklað á stóru og hún er ekki tæmandi. Hver er áhætta barna af COVID-19 sýkingu? Fyrsta grundvallarspurningin snýr að því hve mikil hætta er á að börn láti lífið ef þau sýkjast af COVID-19 og þrjár nýlegar rannsóknir frá Bretlandi varpa ljósi á stöðuna. Niðurstöðurnar sýna að af þeim börnum á aldrinum 0-17 ára sem greindust með COVID-19 sýkingu lifðu 99.995% barna sýkinguna af en dánarhlutfall í öllu þýðinu var 2 dauðsföll per milljón börn (1/500.000). Hafa ber í huga að hlutfallið var óháð því hvort börnin voru með undirliggjandi sjúkdóma og má því ætla að dánarhlutfall hraustra barna sé enn lægra. Innlagnir á sjúkrahús voru einnig sjaldgæfar, en meirihluti þeirra var hjá börnum með undirliggjandi sjúkdóma. Um helmingur barna sem smitast fá engin einkenni og eru langvarandi veikindi eftir sýkingu hjá börnum sjaldgæf. Þannig sýndi nýleg rannsókn að aðeins 25 af 1379 (1.8%) börnum sem veiktust af COVID-19 voru enn með einkenni 56 dögum eftir sýkingu. Hver er áhættan af bólusetningu? Næst er rétt að spyrja sig hvaða áhætta fylgir því að bólusetja börn við COVID-19? Í stuttu máli má segja að svarið liggi ekki enn fyrir. Líta má til rannsóknarinnar sem Pfizer framkvæmdi til að fá markaðsleyfi fyrir notkun bóluefnis hjá 12-15 ára börnum. Rannsóknin var gerð á rúmlega 2000 börnum, þar sem 1131 barn fékk bóluefnið og hin lyfleysu. Rannsóknin sýndi að skömmu eftir gjöf seinni skammts bóluefnis höfðu 18 í lyfleysuhópnum sýkst en enginn í Pfizer hópnum og jafnframt kom fram sterkt mótefnasvar í síðarnefnda hópnum. Pfizer segir niðurstöðurnar jafngilda 100% virkni, sem er vissulega rétt á þeim tímapunkti, en langtímavirkni mun svo koma í ljós síðar. Rannsóknin er hins vegar alls ekki nægilega stór til að sýna fram á öryggi bóluefnisins í þessum hópi. Til þess þarf að gera rannsókn hjá að minnsta kosti 100.000 börnum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að við þurfum að læra af því sem gerðist hjá fullorðnum. Bóluefnin voru talin vera „mjög örugg“ fyrir fullorðna eftir fyrstu rannsóknir sem voru lagðar til grundvallar til að fá markaðsleyfi. En svo komu smám saman í ljós mjög sjaldgæfar aukaverkanir eftir að bóluefnin höfðu verið gefin milljónum einstaklinga um allan heim. Þar má nefna tölur frá CDC sem sýna bráðaofnæmi (tíðni 2-5 per milljón), TTS (Thrombosis with Thrombocytopenia Syndrome) með tíðni 39 staðfest tilfelli af 13 milljón skömmtum af Janssen, Guillain-Barré Syndrome 143 staðfest tilfelli eftir Janssen og 716 staðfest tilfelli af hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu. Staðfest dauðsföll eftir bólusetningu eru sem betur fer sjaldgæf eða um 6490 í Bandaríkjunum (0.0019% eða 1.9 af 100.000). Þessar síðkomnu aukaverkanir sem komu í ljós eftir að markaðsleyfi var veitt leiddu svo til þess að sum lönd stöðvuðu bólusetningu ákveðinna hópa með ákveðnum tegundum bóluefna, eins og til dæmis í Danmörku, Noregi og hérlendis í tilfelli AstraZeneca bóluefnisins. Börnin njóti vafans Af þessari stuttu yfirferð er óhætt að segja að áhættan sé sem betur fer mjög lítil á báða bóga. Hins vegar vitum við ekki ótvírætt hvernig börn bregðast við bólusetningu við COVID-19. Tíðni hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu er t.a.m. aldurstengd, þ.e.a.s. algengari hjá yngri karlmönnum. Það sama á við um TTS sem er algengara hjá konum yngri en 50 ára. Því er mögulegt að tíðnin verði hærri í börnum, en það á eftir að koma í ljós. Einnig er mögulegt að aðrar sértækar sjaldgæfar aukaverkanir geti komið fram hjá börnum eftir bólusetningu. Á Íslandi hafa yfir 800 börn fengið staðfesta sýkingu af völdum COVID-19 og ekkert þeirra hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Tölur erlendis frá sýna mjög lága dánartíðni óháð áhættuþáttum og langvinn einkenni eftir sýkingu eru sjaldgæf. Það sem gerist við COVID-19 sýkingu hjá börnum er því nokkuð þekkt stærð. Hið tiltölulega nýja Delta afbrigði virðist að vísu vera meira smitandi og því gætu börn smitast hraðar af því og fleiri börn gætu því verið smituð á sama tíma. Hins vegar eru ekki komin fram sannfærandi gögn um að þetta afbrigði sé hættulegra börnum. Bólusetningar hindra ekki smit nægilega vel nú þegar Delta afbrigðið er allsráðandi og bóluefnin virðast því ekki geta gefið nægilega vernd til að mynda hjarðónæmi. Þar með hlýtur sú röksemd að bólusetning barna sé gerð til að vernda aðra eðli málsins samkvæmt að falla um sjálfa sig. Öryggi barna eftir bólusetningu er óþekkt stærð og alls ekki víst að þar sé meiri ávinningur en áhætta. Að mínu mati er því rétt að láta börnin njóta vafans og bíða með bólusetningu þeirra hérlendis, sérstaklega hjá hraustum börnum án áhættuþátta. Skynsamlegast væri að fylgjast með þróun og gögnum erlendis frá þar sem byrjað er að bólusetja börn á aldrinum 12-15 ára og taka mið af gögnunum þegar búið er að fylgja stórum hópi barna eftir í talsverðan tíma. Þannig getum við e.t.v. minnkað líkur á að sjaldgæfar aukaverkanir sem koma ekki í ljós í byrjun geti skaðað börn hérlendis, eins og gerðist í bólusetningum hjá fullorðnum. Ég hvet foreldra til að íhuga málið vel og ræða við börnin sín áður en ákvörðun er tekin. Ákvörðunina þarf fólk svo að byggja á eigin gildum og skoðunum ásamt því að meta sínar eigin aðstæður, meðal annars með tilliti til áhættuþátta. Höfundur er prófessor við Læknadeild Harvard Háskóla og með meistaragráðu í lýðheilsufræði.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar