Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Stutt verður fyrir nemendur Listaháskólans að fara að fá sér pylsu þegar starfsemi skólans flyst í Tollhúsið við Tryggvagötu. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira