Innlent

Minnst 84 greindust innanlands í gær

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikil álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans síðustu vikur. 
Mikil álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans síðustu vikur.  Vísir/vilhelm

Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 

Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á upplýsingavefnum Covid.is. 29 sjúklingar eru sagðir vera á sjúkrahúsi með Covid-19 en um miðjan dag í gær voru 26 á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. 

Á mánudag greindist í heildina 141 einstaklingur innanlands en um klukkan ellefu í gær greindu almannavarnir frá því að talan hafi verið minnst 97. 

Einn greindist á landamærum

Einn farþegi greindist með virkt smit á landamærunum í gær. 3.189 innanlandssýni voru tekin síðastliðinn sólarhring sem er svipaður fjöldi og á mánudag. Nýgengi innanlandssmita mælist nú 423 smit á hverja 100 þúsund íbúa og lækkar lítillega milli daga.

Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að núgildandi innanlandstakmarkanir yrðu framlengdar um tvær vikur. Verður 200 manna samkomubann og eins metra regla því í gildi til og með 27. ágúst auk annarra sóttvarnaaðgerða. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

200 manna samkomubann framlengt um tvær vikur

Heilbrigðisráðherra hyggst framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Verður því 200 manna samkomumann og eins metra regla í gildi til og með 27. ágúst. Núgildandi reglugerð átti að gilda til og með næsta föstudegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×