Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Eiður Þór Árnason skrifar 11. ágúst 2021 13:42 Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Vísir/baldur Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Karl Gústaf Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, segir að ný sending af hvarfefni hafi borist í gær og deildin sé því aftur komin í full afköst. Ekki hafi verið um bilun að ræða. Í gær greindu almannavarnir frá því að minnst 97 hafi greinst innanlands á mánudag en sú tala hækkaði í 141 þegar endanlegur fjöldi var birtur í dag. Einungis tvisvar áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því að faraldurinn hófst, dagana 30. júlí og 4. ágúst síðastliðinn. Karl segir að vel hafi gengið að fá hvarfefni síðustu mánuði og aðrar birgðir fyrir PCR-greiningu. Skortur var á hvarfefni í fyrra og lenti deildin í sérstökum vandræðum vegna þessa síðasta sumar þegar framleiðendum gekk illa að bregðast við stóraukinni eftirspurn á heimsvísu. Geta greint fleiri sýni með meiri mannskap Mikil álag hefur verið á starfsfólki sýkla- og veirufræðideildarinnar síðustu vikur vegna mikils fjölda Covid-sýna. Hefur deildin reglulega verið við hámarksafkastagetu og starfsmenn þurft að taka lengri vaktir til að reyna að komast yfir sýni dagsins. Þegar það hefur ekki tekist færast sýni yfir á næsta dag. Ef lokatölur liggja ekki fyrir morguninn eftir kveður verklag almannavarna á um að bráðabirgðatölur séu birtar og þær ekki uppfærðar fyrr en næsta dag. Sýkla- og veirufræðideildin getur greint fleiri sýni með núverandi tækjakosti til að bregðast við miklum fjölda sýna en til þess þarf deildin að bæta við sig starfsfólki til að manna næturvaktir. Einnig hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagt að fyrirtækið myndi að öllum líkindum svara kallinu ef stjórnvöld óskuðu eftir aðstoð þess á ný. Fordæmi eru fyrir því en Íslensk erfðagreining tók um tíma að sér stóran hluta Covid-sýna áður en sýkla- og veirufræðideildin fékk tvö öflug greiningatæki sem juku afkastagetuna til muna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53 Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50 Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. 11. ágúst 2021 11:53
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. 11. ágúst 2021 10:50
Töf á birtingu þrátt fyrir að engin sýni hafi verið eftir í morgun Annan daginn í röð var ekki greint frá endanlegum fjölda nýgreindra innanlandssmita klukkan 11 í dag líkt og til stóð. Metfjöldi Covid-sýna kom inn til sýkla- og veirufræðideildar Landspítala í gær en greiningu þeirra lauk í gærkvöldi. 28. júlí 2021 14:53