„Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 19:31 Arna Sigríður fer á sína fyrstu leika sem hefjast í Tókýó síðar í mánuðinum. Arna Sigríður Albertsdóttir er á meðal þeirra íslensku íþróttamanna sem halda til Tókýó að keppa á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics. Hún mun keppa í handahjólreiðum á leikunum. Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan. Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Arna Sigríður hlaut mænuskaða þegar hún lenti í skíðaslysi fyrir 14 árum. Hún hóf að æfa handahjólreiðar fyrir rúmum sex árum og fer nú á sína fyrstu leika. Hún ryður brautina er hún verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum. „Ég er bara mjög vel undirbúin miðað við ástandið, það hefði kannski getað verið betra og ég hef lítið keppt síðustu ár út af ástandinu. En fyrir utan það er ég bara mjög góð.“ „Það er auðvitað kannski smá erfitt að æfa hjólreiðar á Íslandi þegar það er stundum bara rigning og kalt. En það hefur verið bara ágætt, ég hef verið að hjóla mikið inni eins og aðrir hjólarar á Íslandi. Það besta sem ég kemst í er svo að komast út til að æfa og keppa.“ segir Arna. Klippa: Arna Sigríður Albertsdóttir En hvað er mest krefjandi við handahjólreiðarnar? „Það er ótrúlega margt sem er krefjandi. Brautin sem ég er að fara að keppa á núna er svolítið brött, það eru margar brekkur og beygjur, það er svolítið krefjandi. En svo er þetta náttúrulega úthaldsíþrótt sem krefst mikilla æfinga og langra æfinga. Þetta snýst svolítið um að pína sig áfram.“ segir Arna sem var þá spurð hvort það krefðist ekki andlegs styrks að geta pínt sig áfram með þeim hætti. „Maður þarf að byggja hann upp líka. Það byggist upp með hjólinu alveg eins og líkamlegi styrkurinn.“ Arna Sigríður segir þá ætla að halda væntingum til hófs á komandi leikum, sem eru hennar fyrstu. „Ég ætla að hafa svona frekar hóflegar væntingar af því að þetta eru mínir fyrstu leikar og ég komst svona frekar óvænt inn. Auðvitað vil ég vera með þeim bestu og ég er ekkert að fara út bara til að vera með, alls ekki,“ segir Arna Sigríður sem mun taka þátt í hjólreiðakeppni á leikunum 31. ágúst og 1. september. Viðtal Guðjóns Guðmundssonar úr Sportpakka kvöldsins við Örnu Sigríði má sjá í spilaranum að ofan.
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira