Sport

Dagskráin í dag: Stórleikur í bikarnum og Blikar í Skotlandi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Breiðablik þarf að vinna upp eins marks forskot Aberdeen ytra í kvöld.
Breiðablik þarf að vinna upp eins marks forskot Aberdeen ytra í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Golf og fótbolti eru allsráðandi á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Breiðablik á verðugt verkefni fyrir höndum í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta og þá er hörkuviðureign í lokaleik 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Fótbolti

Breiðablik mætir Aberdeen í síðari leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu á Pittodrie-vellinum í Skotlandi í kvöld. Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 á Laugardalsvelli síðasta fimmtudag og þurfa Blikar því sigur ytra í kvöld.

Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 4.

Eitt sæti er þá laust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. KR heimsækir Víking í Fossvoginn er liðin etja kappi um það sæti klukkan 19:15. Bein útsending frá þeim leik hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.

Golf

Sýnt verður frá þremur golfmótum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Cazoo Classic mótið á Evrópumótaröðinni hefst klukkan 11:30 og verður sýnt frá því á Stöð 2 Sport 4.

Þá fer fram Opna skoska-meistaramótið á Evrópumótaröð kvenna og hefst það klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf.

Wyndham meistaramótið hefst einnig í dag, en það er hluti af PGA-mótaröðinni, og er sýnt frá klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×