Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Árni Jóhannsson skrifar 30. október 2024 21:27 Tinna Guðrún gerði vel í kvöld og skilaði 14 stigum. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var ein af ástæðum þess að leikur Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfuknattleik varð ekki spennandi nema í fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði 69-84 fyrir Hauka sem eru einar á toppi deildarinnar. Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“ Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Tinna sjálf skoraði 14 stig og var mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni sem hélt nánast allan leikinn. Verður ekki að kalla þetta sigur varnarleiksins? „Jú, allavega eftir fyrsta leikhlutann allavega. Þá rifum við okkur í gang í vörninni og það vann leikinn fyrir okkur“, sagði Tinna og hélt áfram þegar hún var innt eftir því hvort leikmenn hafi breytt einhverju sérstöku milli leikhluta en Valur leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta en eftir það tóku Haukar öll völd. „Nei ekki beint. Við bara komum með mikið meiri orku inn í annan leikhluta en það vantaði í fyrsta leikhlutanum. Ég veit ekki, við kveiktum á einhverjum rofa og það dugði.“ Varðandi þennan sigur, finnst Tinnu þetta vera skilaboð til annarra liða í deildinni. Haukar búnar að vinna fjóra af fyrstu fimm leikjunum og þessi sigur var ansi sannfærandi. „Já já. Það er bara rosalega mikið af góðum liðum í deildinni og við verðum að mæta tilbúnar í alla leiki. Við getum ekki mætt í leiki eins og við mættum í þennan.“ Tinnu leið greinilega vel í kvöld en eins og áður sagði skoraði hún 14 stig og hitti fjórum af átta þriggja stiga tilraunum. Haukar unnu mínúturnar hennar með 18 stigum. „Tilfinningin hjá mér er mjög góð og er frekar spennt fyrir restinni af tímabilinu. Við erum með góðan hóp þannig að það er góð stemmning og ekki annað hægt en að vera spennt.“ Svona sigrar, hvað gefa þeir liðinu og hefur Tinna áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé hafi slæm áhrif á taktinn í liðinu. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem er geggjað. Ég hef svo engar áhyggjur að þetta detti eitthvað niður hjá okkur í landsleikjahléinu.“
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31 Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. 30. október 2024 18:31
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit